Sport

Fyrrum þjálfari Marion Jones dæmdur í stofufangelsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Graham er fyrrum þjálfari Marion Jones, fyrir miðju.
Graham er fyrrum þjálfari Marion Jones, fyrir miðju. Nordic Photos / Getty Images

Fyrrum frjálsíþróttaþjálfarinn Trevor Graham hefur verið dæmdur í eins árs stofufangelsi fyrir að bera ljúgvitni í Balco-rannsókninni svokölluðu.

Hann er fyrrum þjálfari Marion Jones sem var dæmd til fangelsisvistar fyrir sömu sakir.

Graham var sá sem kom rannsókninni af stað þegar hann sendi bandaríska lyfjaeftirlitinu sýni af sterum sem lyfjaframleiðandinn Balco hafði þróað og var ekki hægt að finna með hefðbundnum lyfjaprófunum.

Stofnandi Balco, Victor Conte, voru dæmdir í fangelsi í kjölfarið auk fleirri, til að mynda Jones. Graham var einnig þjálfari Tim Montgomery, fyrrum kærasta Jones, sem var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi vegna heróínsölu.

Graham var nú sakfelldur fyrir að ljúga um samskipti sín við Angel Heredia sem viðurkenndi að hafa selt Graham og skjólstæðingum hans steralyf.

Graham var í sumar dæmdur í æfilangt þjálfarabann af bandarísku ólympíunefndinni.

Balco-rannsóknin hafði víðtækar afleiðingar í bandarísku íþróttalífi, einkum frjálsíþróttum, bandarískum ruðningi og hafnarbolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×