Handbolti

Myndir úr leik Íslands og Suður-Kóreu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var svekktur í lokin.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var svekktur í lokin. Mynd/Vilhelm

Ísland tapaði í morgun naumlega fyrir Suður-Kóreu á Ólympíuleikunum í Peking í æsispennandi og dramatískum leik. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á staðnum og tók þessar góðu myndir í leiknum.

Lokatölur leiksins var 22-21, Kóreumönnum í vil, eftir að Íslandi tókst ekki að nýta síðustu sókn leiksins og jafna þar með metin.

Bæði lið eru með fjögur stig í B-riðli, rétt eins og Þýskaland sem vann Egyptaland í nótt. Rússland getur komist í fjögur stig síðar í dag með sigri á Dönum.



Björgvin Gústavsson er heldur niðurlútur eftir leik, skiljanlega. Hann átti frábæran dag í markinu. Vilhelm Gunnarsson
Guðmundur Guðmundsson var skiljanlega mjög ósáttur við dómara leiksins sem dæmdu oft mjög illa í leiknum. Vilhelm Gunnarsson
Björgvin Páll ver hér eitt af sautján skotum sínum í leiknum. Vilhelm Gunnarsson
Kyungmin Yoon (ekki Kyungshin Yoon sem lék í þýsku úrvalsdeildinni) reynir hér skot að marki en Arnór Atlason er honum til varnar. Vilhelm Gunnarsson
Alexander Petersson tók flest skot allra leikmanna íslenska liðsins - ellefu talsins. Hann skoraði fjögur mörk. Vilhelm Gunnarsson
Björvvin Páll í ham í markinu. Vilhelm Gunnarsson
Logi Geirsson var annar markahæstur leikmanna íslenska liðsins með fimm mörk. Vilhelm Gunnarsson
Ólafur Stefánsson fann sig engan veginn í leiknum í dag, því miður. Vilhelm Gunnarsson
Róbert Gunnarsson var í strangri gæslu á línunni. Vilhelm Gunnarsson
En honum gekk ágætlega að rífa sig í gegn en átti greinilega ekki að fá að skora í dag - sem hann gerði ekki. Hann fór illa með nokkur dauðafæri en alls tók hann þrjú skot í leiknum. Hann fiskaði þó eitt víti. Vilhelm Gunnarsson
Logi stillir hér miðið. Vilhelm Gunnarsson
Snorri Steinn skoraði aðeins eitt mark í dag og það úr víti. Hann misnotaði einnig eitt víti. Vilhelm Gunnarsson
Alexander reyndi hvað hann gat en fór stundum illa með færin. Vilhelm Gunnarsson
Guðjón Valur var líklega besti leikmaður íslenska liðsins í sókninni en hann skoraði fimm mörk og var markahæstur ásamt Loga. Vilhelm Gunnarsson
Snorri Steinn í kröppum dansi á línunni. Vilhelm Gunnarsson
Guðjón Valur er hér í þann mund að skora úr hraðaupphlaupi. Ísland skoraði aðeins þrjú þannig mörk í leiknum og klúðraði öðru eins. Vilhelm Gunnarsson
Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson með „no-look“ sendingu. Vilhelm Gunnarsson
Sigfús Sigurðsson átti fína innkomu í sóknina og skoraði tvö mörk úr jafn mörgum skotum. Það var jákvætt. Vilhelm Gunnarsson
Ótrúleg mynd. Ásgeir Örn horfir á eftir boltanum yfir markvörðinn en svo hafnar hann í sláni. Ísland tapar þar með leiknum. Þetta svíður. Vilhelm Gunnarsson
Svo gengur Ásgeir Örn skiljanlega fremur niðurlútur af velli. Vilhelm Gunnarsson
Reynsluboltinn Sigfús Sigurðsson hughreystir Björgvin Pál. Vilhelm Gunnarsson
Guðmundur þjálfari á vitanlega erfitt með sig enda mikill tilfinningamaður á hliðarlínunni. Vilhelm Gunnarsson
Hann er þó væntanlega strax byrjaður að hugsa um næsta leik sem er gegn Dönum á laugardaginn. Vilhelm Gunnarsson

Tengdar fréttir

Ólafur: Erfitt að kyngja þessu tapi

„Allur leikurinn var eitt tækifæri. Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að klikka mikið í sókninni. Það gekk ágætlega að opna vörnina en skotin fóru ekki inn,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson sem fann sig vel í upphafi leiks í gær en síðan fjaraði undan hans leik. Hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum og það rétt fyrir leikslok.

Grátlegt tap fyrir Suður-Kóreu

Eins og óttast var átti íslenska liðið í vandræðum með lið Suður-Kóreu eins og önnur lið á Ólympíuleikunum í Peking. S-Kórea vann, 22-21.

Snorri Steinn: Verðum að nýta færin

„Við fengum frábært færi undir lokin en það atvik endurspeglaði kannski leikinn í heild sinni. Ég veit ekki hvað við klúðruðum mörgum dauðafærum í þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson hundsvekktur eftir tapið grátlega gegn Kóreu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×