Handbolti

Sel­foss átti lítið í Ís­lands­meistara Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elín Rósa var öflug í kvöld.
Elín Rósa var öflug í kvöld. Vísir/Anton Brink

Valur lagði Selfoss með sjö mörkum, 30-23, í 3. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld.

Íslandsmeistararnir höfðu byrjað mótið á tveimur sigrum á meðan nýliðarnir voru ekki enn komnir á blað. Á því varð engin breyting í kvöld þar sem Valur vann öruggan sigur, liðið náði snemma upp góðu forskoti sem það lét aldrei af hendi.

Elín Rósa Magnúsdóttir var markahæst í liði Vals með 9 mörk. Þar á eftir kom Lilja Ágústsdóttir með 8 mörk og Þórey Anna Ásgeirsdóttir með 7 mörk.

Í markinu vörðu þær Hafdís Renötudóttir og Silja Mueller samtals 16 skot. Hafdís varði 12 og Silja fjögur á þeim mínútum sem hún spilaði. Báðar voru með um 40 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Í liði gestanna skoraði Perla Ruth Albertsdóttir 7 mörk. Þar á eftir komu Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir með 4 mörk hvor. Í markinu varði Cornelia Linnea Hermansson 10 skot.

Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga á meðan Selfoss er á botninum án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×