„Fyrst og fremst bara ekki nógu sáttur með mína menn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2024 20:44 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var niðurlútur eftir þriggja marka tap liðsins gegn FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Af okkar hálfu var þetta kannski verra. Ég er sáttur við það hvernig við byrjum leikinn, en ég er ósáttur við það hvernig botninn fer úr þessu þegar við förum úr því sem við erum búnir að leggja upp saman og er að ganga vel,“ sagði Magnús í leikslok. „Við förum úr því, en auðvitað er það eitthvað sem þeir gera hjá sér, einhverjar áherslubreytingar í vörn og annað. En við eigum samt að vera með meiri reynslu en það á þessum tímapunkti inni á vellinum, að láta einhverjar áherslubreytingar hjá þeim í vörn breyta því hvernig við erum að spila okkar sóknarleik. Það er það sem ég er ósáttur með,“ sagði Magnús og hélt áfram. „Svo er fullt annað, eins og þú kannski sást, sem ég er ósáttur með. Ég er fyrst og fremst bara ekki nógu sáttur með mína menn í þessum leik, eins og þú kannski heyrir. Ég er ósáttur við það að reynslumeiri menn duttu niður. Svo fer ég eitthvað að rótera, en rótering á ekki að hafa áhrif á reynslumikla menn sem eru búnir að spila í fleiri, fleiri ár í þessum bolta. En ég er ánægður með að við fáum góða innkomu frá ungu peyjunum okkar. Þeir komu með mikinn kraft og mögulega hefði ég átt að spila þeim fyrr. Það eru fullt af atriðum sem skrifast á þjálfarann, alveg pottþétt, en ég ætla ekkert að taka af liðinu mínu að þeir voru að berjast allan tímann og vildu þetta. Það er kannski númer eitt, tvö og þrjú.“ Margumræddi slæmi kaflinn Slæmi kaflinn lét heldur betur sjá sig í leik kvöldsins og var hann heldur langur hjá Eyjamönnum. ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 6-2, en FH-ingar höfðu öll völd á vellinum síðustu tuttugu mínútur fyrri hálfleiksins. Magnús segist ekki hafa svör við því af hverju hans menn nái ekki takti á ný fyrr en eftir hálfleikshlé. „Það er bara akkúrat þessi spurning sem við spurðum okkur að í hálfleik. Þegar maður skoðar leikinn aftur þá þarf maður að finna inhverja lausn á einmitt þessu. Í fljótu bragði þá veit ég ekki af hverju.“ „Ég ætla samt ekkert að taka af Daníel í markinu hjá FH. Hann kom inn á þessum kafla með þrjár eða fjórar góðar vörslur þar sem við erum meðal annars í yfirtölu. Ég ætla ekkert að gera lítið úr einum eða neinum. Þeir spiluðu vel og Daníel varði vel. Þetta er leikur mistaka og við gerðum aðeins fleiri en þeir í dag.“ Náðu ekki að brúa bilið Eyjamenn náðu þó vopnum sínum á ný í seinni hálfleik og héldu í við FH-ingana út leikinn. Gestirnir fengu góða markvörslu frá Petar Jokanovic, en virtust þó alltaf skrefinu á eftir heimamönnum. „Við náðum einhvernveginn ekki að tengja þessar vörslur frá Petar við eitt og eitt mark í sóknarleiknum hjá okkur. Eigum við ekki bara að segja vel gert hjá FH-ingum og ekki nógu vel gert hjá okkur?“ Að lokum var Magnús spurður út í rauðu spjöldin tvö sem fóru á loft í leik kvöldsins. Kristófer Ísak Bárðarson fékk beint rautt spjald í liði ÍBV á 44. mínútu og Ingvar Dagur Gunnarsson í liði FH fauk sömu leið aðeins um mínútu síðar. „Jóhannes berg er kominn þarna hátt upp og honum er ýtt. Það er bara flott að þetta sé línan. Það er enginn ásetningur, en við þurfum samt að vera vakandi og þetta er líklega bara réttur dómur. Að sama skapi er seinna rauða spjaldið á brot þar sem er farið aftan í manninn og það er mjög hættulegt fyrir handboltamann. Þetta eru alvarlegustu brotin þar sem er verið að hrinda í loftinu og rífa aftan í og þeir gerðu það mjög vel dómararnir,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira
„Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Af okkar hálfu var þetta kannski verra. Ég er sáttur við það hvernig við byrjum leikinn, en ég er ósáttur við það hvernig botninn fer úr þessu þegar við förum úr því sem við erum búnir að leggja upp saman og er að ganga vel,“ sagði Magnús í leikslok. „Við förum úr því, en auðvitað er það eitthvað sem þeir gera hjá sér, einhverjar áherslubreytingar í vörn og annað. En við eigum samt að vera með meiri reynslu en það á þessum tímapunkti inni á vellinum, að láta einhverjar áherslubreytingar hjá þeim í vörn breyta því hvernig við erum að spila okkar sóknarleik. Það er það sem ég er ósáttur með,“ sagði Magnús og hélt áfram. „Svo er fullt annað, eins og þú kannski sást, sem ég er ósáttur með. Ég er fyrst og fremst bara ekki nógu sáttur með mína menn í þessum leik, eins og þú kannski heyrir. Ég er ósáttur við það að reynslumeiri menn duttu niður. Svo fer ég eitthvað að rótera, en rótering á ekki að hafa áhrif á reynslumikla menn sem eru búnir að spila í fleiri, fleiri ár í þessum bolta. En ég er ánægður með að við fáum góða innkomu frá ungu peyjunum okkar. Þeir komu með mikinn kraft og mögulega hefði ég átt að spila þeim fyrr. Það eru fullt af atriðum sem skrifast á þjálfarann, alveg pottþétt, en ég ætla ekkert að taka af liðinu mínu að þeir voru að berjast allan tímann og vildu þetta. Það er kannski númer eitt, tvö og þrjú.“ Margumræddi slæmi kaflinn Slæmi kaflinn lét heldur betur sjá sig í leik kvöldsins og var hann heldur langur hjá Eyjamönnum. ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 6-2, en FH-ingar höfðu öll völd á vellinum síðustu tuttugu mínútur fyrri hálfleiksins. Magnús segist ekki hafa svör við því af hverju hans menn nái ekki takti á ný fyrr en eftir hálfleikshlé. „Það er bara akkúrat þessi spurning sem við spurðum okkur að í hálfleik. Þegar maður skoðar leikinn aftur þá þarf maður að finna inhverja lausn á einmitt þessu. Í fljótu bragði þá veit ég ekki af hverju.“ „Ég ætla samt ekkert að taka af Daníel í markinu hjá FH. Hann kom inn á þessum kafla með þrjár eða fjórar góðar vörslur þar sem við erum meðal annars í yfirtölu. Ég ætla ekkert að gera lítið úr einum eða neinum. Þeir spiluðu vel og Daníel varði vel. Þetta er leikur mistaka og við gerðum aðeins fleiri en þeir í dag.“ Náðu ekki að brúa bilið Eyjamenn náðu þó vopnum sínum á ný í seinni hálfleik og héldu í við FH-ingana út leikinn. Gestirnir fengu góða markvörslu frá Petar Jokanovic, en virtust þó alltaf skrefinu á eftir heimamönnum. „Við náðum einhvernveginn ekki að tengja þessar vörslur frá Petar við eitt og eitt mark í sóknarleiknum hjá okkur. Eigum við ekki bara að segja vel gert hjá FH-ingum og ekki nógu vel gert hjá okkur?“ Að lokum var Magnús spurður út í rauðu spjöldin tvö sem fóru á loft í leik kvöldsins. Kristófer Ísak Bárðarson fékk beint rautt spjald í liði ÍBV á 44. mínútu og Ingvar Dagur Gunnarsson í liði FH fauk sömu leið aðeins um mínútu síðar. „Jóhannes berg er kominn þarna hátt upp og honum er ýtt. Það er bara flott að þetta sé línan. Það er enginn ásetningur, en við þurfum samt að vera vakandi og þetta er líklega bara réttur dómur. Að sama skapi er seinna rauða spjaldið á brot þar sem er farið aftan í manninn og það er mjög hættulegt fyrir handboltamann. Þetta eru alvarlegustu brotin þar sem er verið að hrinda í loftinu og rífa aftan í og þeir gerðu það mjög vel dómararnir,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira