Fótbolti

Espanyol bauð í Ragnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í leik með IFK.
Ragnar Sigurðsson í leik með IFK.

Spænska úrvalsdeildarfélagið Espanyol bauð í sumar í Ragnar Sigurðsson, leikmanna IFK Gautaborgar í Svíþjóð.

Þetta kemur fram á vef Eurosport í Svíþjóð en Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Ragnars, staðfestir að IFK hafi hafnað tilboðinu.

„Þeir vildu fá meira fyrir hann og því ákvað Espanyol frekar að kaupa argentínskan varnarmann," sagði Arnór.

„En hann vill fara til stærra félags og við höfum fengið fyrirspurnir frá fleiri félögum. Ég er viss um að hann verði farinn annað innan árs en við skulum sjá hvað gerist í janúar."

„Valið snýst um Spán, Ítalíu eða England. Hann getur einnig hugsað sér að spila í Svíþjóð."

Ragnar er samningsbundinn IFK til 2011 en hann kom til félagsins fyrir tímabilið í fyrra er IFK varð sænskur meistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×