Fýsn frumsýnd í kvöld 11. september 2008 06:00 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann leikskáld. MYND/e.ól. Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Var valið úr hópi rúmlega þrjátíu aðsendra leikrita í keppninni. Er þetta fyrsta verk Þórdísar sem Leikfélagið sýnir og þriðja verkið í þríleik eftir Þórdísi sem óhætt er að kalla eitt af athyglisverðustu leikskáldum af yngri kynslóðinni. Fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2005, og í kjölfarið kom Hungur, sem var sýnt á litla sviði Borgarleikhússins 2006. Og nú lýkur þríleiknum með Fýsn. Marta Nordal, leikkona hjá Leikfélaginu, þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri en þær Þórdís hafa unnið að uppsetningunni um nokkurt skeið. Að auki hefur Þórdís unnið að þróun verksins í samstarfi við leikhús í Ástralíu og Bretlandi. Til stóð að sýna verkið á síðasta leikári en því var frestað vegna þrengsla á Nýja sviðinu. Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndarmál, segir í tilkynningu frá Leikfélaginu um efni verksins. Hversu vel þekkir maður maka sinn í raun? Leikmynd og búninga vinnur Rebekka A. Ingimundardóttir, tónmynd er eftir Elísabetu Indru Ragnarsdóttur, en lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar. Fjórir leikarar koma fram í verkinu: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Víðir Guðmundsson, og Theodór Júlíusson. pbb@frettabladid.is Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Var valið úr hópi rúmlega þrjátíu aðsendra leikrita í keppninni. Er þetta fyrsta verk Þórdísar sem Leikfélagið sýnir og þriðja verkið í þríleik eftir Þórdísi sem óhætt er að kalla eitt af athyglisverðustu leikskáldum af yngri kynslóðinni. Fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2005, og í kjölfarið kom Hungur, sem var sýnt á litla sviði Borgarleikhússins 2006. Og nú lýkur þríleiknum með Fýsn. Marta Nordal, leikkona hjá Leikfélaginu, þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri en þær Þórdís hafa unnið að uppsetningunni um nokkurt skeið. Að auki hefur Þórdís unnið að þróun verksins í samstarfi við leikhús í Ástralíu og Bretlandi. Til stóð að sýna verkið á síðasta leikári en því var frestað vegna þrengsla á Nýja sviðinu. Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndarmál, segir í tilkynningu frá Leikfélaginu um efni verksins. Hversu vel þekkir maður maka sinn í raun? Leikmynd og búninga vinnur Rebekka A. Ingimundardóttir, tónmynd er eftir Elísabetu Indru Ragnarsdóttur, en lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar. Fjórir leikarar koma fram í verkinu: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Víðir Guðmundsson, og Theodór Júlíusson. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira