Körfubolti

Teitur: Liðið á að geta betur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Teitur vann ófáa titla sem leikmaður hjá Njarðvík.
Teitur vann ófáa titla sem leikmaður hjá Njarðvík.

„Það stóð alls ekki til að fara strax aftur í þjálfun. Þetta kom fljótt upp og ég skellti mér á þetta," sagði Teitur Örlygsson í viðtali við útvarpsþáttinn Skjálfanda á X-inu. Teitur hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar.

Samningur Teits gildir út þessa leiktíð og verða málin síðan endurskoðuð í vor. „Eins og staðan er í dag er fyrsta markmið að komast upp úr fallsæti. Hvað gerist síðan veit maður aldrei. Þetta er svo fljótt að gerast. Stefnan er að ná mönnum upp á tærnar og fá þá til að hafa gaman að þessu," sagði Teitur sem sagði að það væri ekki langt í úrslitakeppnina.

Teitur mun ekki stýra Stjörnunni gegn FSu í kvöld en fylgist með af bekknum. „Ég hlakka til að sjá þetta í kvöld, þetta verður gríðarlega mikilvægur leikur," sagði Teitur.

„Ég hef ekkert séð liðið í vetur en ég tapaði tvisvar fyrir þeim í fyrra. Liðið er reyndar talsvert breytt en ég hef fulla trú á þessum strákum. Ég tel að þetta lið eigi að geta betur en það hefur verið að sýna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×