Abba SingStar væntanlegur 11. september 2008 00:01 Nýtt æði! Ætla má að Íslendingar muni taka Abba SingStar vel miðað við vinsældir Mamma Mia!, en nú þegar hafa um 100.000 manns séð kvikmyndina hér á landi og diskurinn með tónlistinni úr myndinni hefur selst í tæplega 10.000 eintökum. „Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri SingStar-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen. „Íslendingar eiga met í sölu á SingStar miðað við höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru, svo ég held að það verði allt vitlaust þegar Abba bætist í safnið og ekki spillir fyrir að upprunaleg myndbönd hljómsveitarinnar verða á disknum,“ bætir hann við, en tónlistin úr Mamma mia! hefur selst í tæplega 10.000 eintökum hér á landi. Tæplega 100.000 miðar hafa verið seldar á kvikmyndina og uppselt hefur verið á fjórar svokallaðar „sing along“-sýningar, þar sem áhorfendur taka undir lögin í myndinni. „Það hafa verið gríðarlega góðar viðtökur. Það er nýtt Abba-æði og menn eru að missa sig í Abba-lögum, svo það gefur fögur fyrirheit um SingStar-diskinn,“ segir Ólafur að lokum.- ag Leikjavísir Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
„Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri SingStar-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen. „Íslendingar eiga met í sölu á SingStar miðað við höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru, svo ég held að það verði allt vitlaust þegar Abba bætist í safnið og ekki spillir fyrir að upprunaleg myndbönd hljómsveitarinnar verða á disknum,“ bætir hann við, en tónlistin úr Mamma mia! hefur selst í tæplega 10.000 eintökum hér á landi. Tæplega 100.000 miðar hafa verið seldar á kvikmyndina og uppselt hefur verið á fjórar svokallaðar „sing along“-sýningar, þar sem áhorfendur taka undir lögin í myndinni. „Það hafa verið gríðarlega góðar viðtökur. Það er nýtt Abba-æði og menn eru að missa sig í Abba-lögum, svo það gefur fögur fyrirheit um SingStar-diskinn,“ segir Ólafur að lokum.- ag
Leikjavísir Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira