Fjárfestar kættust vestanhafs 18. september 2008 20:18 Hamagangur á markaði á Wall Street í dag. Mynd/AP Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira