Láttu leikinn leika þig 7. maí 2008 00:01 Félagar í golfinu „Golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna,“ segir Arnar Jónsson. Fréttablaðið/Arnþór Arnar Jónsson leikari og Vignir Freyr Andersen, lóttókynnir og einn eigandi golfverslunarinnar Hole in one, eru gamlir golffélagar. „Fyrsta golfferðin út fyrir landsteinana var farin til Suður-Englands,“ minnast þeir á. „En mikið er um fína golfvelli fyrir utan stórborgir,“ segir Arnar og vísar til þeirrar vakningar sem orðin er í því að tengja golfferðir til útlanda við ferðir á sögufræga staði. Golfið snýst um meira en bara kúlur og prik,“ nefnir Arnar, sem aldrei fær nóg af því að ræða um hinar andlegu hliðar golfsins. „Í golfinu er maður í innri glímu við sig sjálfan enda krefst golfið góðrar einbeitingar. Golfið gerir heilmikið fyrir sálarlífið.“ „Það eru engir tveir dagar eins í golfinu,“ segir Vignir og bætir við að á hverjum degi vakni menn endurnærðir. Veðrið sé síbreytilegt og félagarnir sömuleiðis. „Golfið býður þannig alltaf upp á eitthvað nýtt.“ Allir eiga sína góðu og slæmu daga í golfinu, og Vignir átti sinn slæma dag á móti á Hellu nýverið. Hann er með 3,2 í forgjöf en lék áttundu holuna, sem er stutt par-3 hola, á fjórtán höggum. „Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessu,“ segir Vignir, sem fékk viðurnefnið Vignir fjórtándi af félögum sínum í hollinu fyrir frammistöðuna. Í golfinu er mikið atriði að stilla sig inn á það hugarfar að vera ekki of upptekinn af því að gera mistök. En þegar stressið fer að ná tökum á kylfingnum er eins og hvert feilhöggið á fætur öðru sé slegið. „Golfið er spennandi leikur. Í leiknum verður maður að tæma hugann og láta ekki hausinn rugla í sér,“ segir leikarinn. Kylfingurinn er eilíflega í einhvers konar sjálfsskoðun þar sem innsæið getur skipt sköpum. Golfið gengur svolítið út á það að þjálfa sig í að treysta á eigið innsæi. „Þegar feilhöggin koma spyr maður yfirleitt sjálfan sig hvað hafi eiginlega gerst,“ segja þeir. „Bestu höggin verða yfirleitt við þær aðstæður þegar það er enginn asi á mannskapnum,“ segir Arnar og bætir við að „golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna.“ Allir vita að lítið er til gagns að ætla sér að stjórna straumnum í ánni. „Í golfinu er maður einhvern veginn að leita eftir rétta taktinum sem virkar fyrir mann hverju sinni,“ segir Vignir. Deepak Chopra, sem fjallað hefur um andlegar hliðar golfsins, hefur bent á að kylfingurinn eigi að láta leikinn leika sig, í stað þess að ætla sér að stjórna leiknum um of sjálfur. Héðan og þaðan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Arnar Jónsson leikari og Vignir Freyr Andersen, lóttókynnir og einn eigandi golfverslunarinnar Hole in one, eru gamlir golffélagar. „Fyrsta golfferðin út fyrir landsteinana var farin til Suður-Englands,“ minnast þeir á. „En mikið er um fína golfvelli fyrir utan stórborgir,“ segir Arnar og vísar til þeirrar vakningar sem orðin er í því að tengja golfferðir til útlanda við ferðir á sögufræga staði. Golfið snýst um meira en bara kúlur og prik,“ nefnir Arnar, sem aldrei fær nóg af því að ræða um hinar andlegu hliðar golfsins. „Í golfinu er maður í innri glímu við sig sjálfan enda krefst golfið góðrar einbeitingar. Golfið gerir heilmikið fyrir sálarlífið.“ „Það eru engir tveir dagar eins í golfinu,“ segir Vignir og bætir við að á hverjum degi vakni menn endurnærðir. Veðrið sé síbreytilegt og félagarnir sömuleiðis. „Golfið býður þannig alltaf upp á eitthvað nýtt.“ Allir eiga sína góðu og slæmu daga í golfinu, og Vignir átti sinn slæma dag á móti á Hellu nýverið. Hann er með 3,2 í forgjöf en lék áttundu holuna, sem er stutt par-3 hola, á fjórtán höggum. „Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessu,“ segir Vignir, sem fékk viðurnefnið Vignir fjórtándi af félögum sínum í hollinu fyrir frammistöðuna. Í golfinu er mikið atriði að stilla sig inn á það hugarfar að vera ekki of upptekinn af því að gera mistök. En þegar stressið fer að ná tökum á kylfingnum er eins og hvert feilhöggið á fætur öðru sé slegið. „Golfið er spennandi leikur. Í leiknum verður maður að tæma hugann og láta ekki hausinn rugla í sér,“ segir leikarinn. Kylfingurinn er eilíflega í einhvers konar sjálfsskoðun þar sem innsæið getur skipt sköpum. Golfið gengur svolítið út á það að þjálfa sig í að treysta á eigið innsæi. „Þegar feilhöggin koma spyr maður yfirleitt sjálfan sig hvað hafi eiginlega gerst,“ segja þeir. „Bestu höggin verða yfirleitt við þær aðstæður þegar það er enginn asi á mannskapnum,“ segir Arnar og bætir við að „golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna.“ Allir vita að lítið er til gagns að ætla sér að stjórna straumnum í ánni. „Í golfinu er maður einhvern veginn að leita eftir rétta taktinum sem virkar fyrir mann hverju sinni,“ segir Vignir. Deepak Chopra, sem fjallað hefur um andlegar hliðar golfsins, hefur bent á að kylfingurinn eigi að láta leikinn leika sig, í stað þess að ætla sér að stjórna leiknum um of sjálfur.
Héðan og þaðan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent