Fé án hirðis Guðmundur Andri Thorsson skrifar 13. október 2008 06:45 Ég hef heyrt virta hagfræðinga tala um að yfirtakan á Glitni hafa verið mesta axaskaft Íslandssögunnar. Ég hef líka heyrt virta hagfræðinga segja að hún hafi engu breytt. Hvernig á ég að geta dæmt um það? Ég veit bara að íslenska efnahagsundrið var banvæn blanda af græðgi, drambi og greddu, valdasýki, barnaskap og vanþekkingu, menntunarskorti, oflátungshætti og brengluðum hugmyndum um eitthvert eðli - eitthvert víkingseðli. Við töpuðumLettar eru glæpamenn. Portúgalir munda hnífa. Skotar eru nískir. Ítalir eru mafíósar. Frakkar eru ástsjúkir, Danir ligeglad en Svíar áhyggjufullir. Og Íslendingar? Það fór aldrei svo að tækist ekki að koma okkur á kortið: Íslendingar eru fjárglæframenn. Íslendingar eru bjánar.Við þurfum ekki endilega að trúa þessu sjálf. Íslendingar voru til dæmis aldrei víkingar. Þeir höfðu hins vegar vald á orðinu - þeir voru pappírsvíkingar, unnu afrek sín á kálfskinn og engin þjóð var hugkvæmari að búa til flókna bragarhætti, engin þjóð duglegri að smjaðra fyrir konungum. Þeir réðu yfir Sögunni, voru dyraverðir Orðstírs hveim sér góðan getur - stjórnuðu eftirmælum konunga.En samt: Íslendingar gleymdu sögunni. Og þeir sem mest töluðu um að íslensku útrásarvíkingarnir væru að endurtaka strandhögg víkinga á Englandi hefðu kannski mátt rifja upp hvernig fór síðast þegar slíkt var reynt - árið 1066 þegar Haraldur konungur harðráði féll í orrustunni við Stafnfurðubryggju eða Stamford Bridge - við töpuðum sem sé.Og núna? Þó að kannski megi segja að Íslendingar hafi látið eins og verðbréfavillimenn þá er hitt ofmælt að í framgöngu bjarsýnisafglapanna hafi endurpeglast eitthvert sérstakt Íslendingseðli sem okkur beri öllum að taka til endurskoðunar nú þegar allt er í kaldakoli eftir þessa tuttugu karlmenn sem helst létu hér til sín taka. Vestur-Íslendingar - afkomendur þeirra sem héðan fóru fyrir aldamótin 1900 hafa alla tíð verið þekktir fyrir varfærni og aðsjálni í fjármálum, sparsemi sem jaðrar við nísku. Þeir hafa haft í heiðri önnur gildi en hér urðu smám saman ríkjandi. Hvar er víkingseðli þeirra?Svo ég tali fyrir sjálfan mig: Ég harðneita að líta í eigin barm; í mér er ekki snefill af útrásareðli - ég er næstum jafn lítið gefinn fyrir útlönd og Davíð Oddsson, þó ég sé hins vegar ekki beinlínis andvígur þeim eins og hann. Og þannig erum við flest. Hver er sinnar gæfu smiður?Aðrir ribbaldar fengu að vaða uppi: Stjórnleysingjarnir. Þeir eru kallaðir frjálshyggjumenn og jafnvel ný-frjálshyggjumenn en frelsið er alltof fallegt orð fyrir þessa eyðingarstefnu sem dýrkaði óhófið og ofstopann. Það tók vestræn ríki 70 ár að gleyma því hvernig kapítalisminn virkar. Mikilvægasta lexían af þessum hamförum hlýtur að vera að koma á fót raunverulegu fjármálaeftirliti hér á landi.Munum við ekki öll einn ötulasta talsmann stjórnleysingjanna Pétur Blöndal þegar hann hamraði á því að bankar í almannaeigu væru fé án hirðis? Hann átti við að bankar þyrftu að vera í einkaeigu samkvæmt þeirri hugmyndafræði að enginn sinni því sem honum er trúað fyrir en ávaxti hins vegar það sem hann eigi sjálfur. Hagsmunir fjöldans liggi í græðgi forstjórans.Þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar? Hvað kom út úr einkavæðingu bankanna? Það var einmitt hætt að hirða um fé þess fólks sem trúði bönkunum fyrir sparnaði sínum. Í öllum bönkunum hélt að vísu áfram að starfa hæft og gott starfsfólk sem sinnti af virðingu og alúð þörfum viðskiptavina sinna en því miður verður hið sama ekki sagt um þá hærra settu eða eigendurna sem umgengust þetta fé vægast sagt af léttúð. Með öðrum orðum: ástandinu eins og það var eftir einkavæðingu bankanna verður í rauninni ekki betur lýst en einmitt með frasa Péturs Blöndal: fé án hirðis.Annar kunnur markaðstrúarmaður Hannes H. Gissurarson hljómar ískyggilega mikið eins og trotskíistarnir gerðu í mínu ungdæmi: hugmyndin, segir hann, er rétt og algild, en útfærslan er bara hvergi eins og hún á að vera. Ráð hans er að minnka reglugerðir: hann stingur upp á meira stjórnleysi - meiri græðgi - nema hvað.En þó að Hannes líti á Markaðinn eins og hann sé Guð Almáttugur sem hljóti að komast alltaf að réttri niðurstöðu sé hann bara látinn í friði þá lítur hann svo á að við - íslenska þjóðin - séum villuráfandi sauðir og þurfum sterkan hirði.Gott og vel; kannski að megi líta á okkur sem sauði. En ég held að flestir landsmenn gætu tekið undir þá ósk að við fáum þá að vera fé án nákvæmlega hirðisins Davíðs Oddssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Ég hef heyrt virta hagfræðinga tala um að yfirtakan á Glitni hafa verið mesta axaskaft Íslandssögunnar. Ég hef líka heyrt virta hagfræðinga segja að hún hafi engu breytt. Hvernig á ég að geta dæmt um það? Ég veit bara að íslenska efnahagsundrið var banvæn blanda af græðgi, drambi og greddu, valdasýki, barnaskap og vanþekkingu, menntunarskorti, oflátungshætti og brengluðum hugmyndum um eitthvert eðli - eitthvert víkingseðli. Við töpuðumLettar eru glæpamenn. Portúgalir munda hnífa. Skotar eru nískir. Ítalir eru mafíósar. Frakkar eru ástsjúkir, Danir ligeglad en Svíar áhyggjufullir. Og Íslendingar? Það fór aldrei svo að tækist ekki að koma okkur á kortið: Íslendingar eru fjárglæframenn. Íslendingar eru bjánar.Við þurfum ekki endilega að trúa þessu sjálf. Íslendingar voru til dæmis aldrei víkingar. Þeir höfðu hins vegar vald á orðinu - þeir voru pappírsvíkingar, unnu afrek sín á kálfskinn og engin þjóð var hugkvæmari að búa til flókna bragarhætti, engin þjóð duglegri að smjaðra fyrir konungum. Þeir réðu yfir Sögunni, voru dyraverðir Orðstírs hveim sér góðan getur - stjórnuðu eftirmælum konunga.En samt: Íslendingar gleymdu sögunni. Og þeir sem mest töluðu um að íslensku útrásarvíkingarnir væru að endurtaka strandhögg víkinga á Englandi hefðu kannski mátt rifja upp hvernig fór síðast þegar slíkt var reynt - árið 1066 þegar Haraldur konungur harðráði féll í orrustunni við Stafnfurðubryggju eða Stamford Bridge - við töpuðum sem sé.Og núna? Þó að kannski megi segja að Íslendingar hafi látið eins og verðbréfavillimenn þá er hitt ofmælt að í framgöngu bjarsýnisafglapanna hafi endurpeglast eitthvert sérstakt Íslendingseðli sem okkur beri öllum að taka til endurskoðunar nú þegar allt er í kaldakoli eftir þessa tuttugu karlmenn sem helst létu hér til sín taka. Vestur-Íslendingar - afkomendur þeirra sem héðan fóru fyrir aldamótin 1900 hafa alla tíð verið þekktir fyrir varfærni og aðsjálni í fjármálum, sparsemi sem jaðrar við nísku. Þeir hafa haft í heiðri önnur gildi en hér urðu smám saman ríkjandi. Hvar er víkingseðli þeirra?Svo ég tali fyrir sjálfan mig: Ég harðneita að líta í eigin barm; í mér er ekki snefill af útrásareðli - ég er næstum jafn lítið gefinn fyrir útlönd og Davíð Oddsson, þó ég sé hins vegar ekki beinlínis andvígur þeim eins og hann. Og þannig erum við flest. Hver er sinnar gæfu smiður?Aðrir ribbaldar fengu að vaða uppi: Stjórnleysingjarnir. Þeir eru kallaðir frjálshyggjumenn og jafnvel ný-frjálshyggjumenn en frelsið er alltof fallegt orð fyrir þessa eyðingarstefnu sem dýrkaði óhófið og ofstopann. Það tók vestræn ríki 70 ár að gleyma því hvernig kapítalisminn virkar. Mikilvægasta lexían af þessum hamförum hlýtur að vera að koma á fót raunverulegu fjármálaeftirliti hér á landi.Munum við ekki öll einn ötulasta talsmann stjórnleysingjanna Pétur Blöndal þegar hann hamraði á því að bankar í almannaeigu væru fé án hirðis? Hann átti við að bankar þyrftu að vera í einkaeigu samkvæmt þeirri hugmyndafræði að enginn sinni því sem honum er trúað fyrir en ávaxti hins vegar það sem hann eigi sjálfur. Hagsmunir fjöldans liggi í græðgi forstjórans.Þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar? Hvað kom út úr einkavæðingu bankanna? Það var einmitt hætt að hirða um fé þess fólks sem trúði bönkunum fyrir sparnaði sínum. Í öllum bönkunum hélt að vísu áfram að starfa hæft og gott starfsfólk sem sinnti af virðingu og alúð þörfum viðskiptavina sinna en því miður verður hið sama ekki sagt um þá hærra settu eða eigendurna sem umgengust þetta fé vægast sagt af léttúð. Með öðrum orðum: ástandinu eins og það var eftir einkavæðingu bankanna verður í rauninni ekki betur lýst en einmitt með frasa Péturs Blöndal: fé án hirðis.Annar kunnur markaðstrúarmaður Hannes H. Gissurarson hljómar ískyggilega mikið eins og trotskíistarnir gerðu í mínu ungdæmi: hugmyndin, segir hann, er rétt og algild, en útfærslan er bara hvergi eins og hún á að vera. Ráð hans er að minnka reglugerðir: hann stingur upp á meira stjórnleysi - meiri græðgi - nema hvað.En þó að Hannes líti á Markaðinn eins og hann sé Guð Almáttugur sem hljóti að komast alltaf að réttri niðurstöðu sé hann bara látinn í friði þá lítur hann svo á að við - íslenska þjóðin - séum villuráfandi sauðir og þurfum sterkan hirði.Gott og vel; kannski að megi líta á okkur sem sauði. En ég held að flestir landsmenn gætu tekið undir þá ósk að við fáum þá að vera fé án nákvæmlega hirðisins Davíðs Oddssonar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun