Að granda sýslumanni - mannfórn í Keflavík Þráinn Bertelsson skrifar 22. september 2008 07:30 Eitt höfuðeinkenni góðrar stjórnsýslu er að menn staldri stutt við á valdastólum. Enginn ráðherra á að gegna sama ráðherraembætti lengur en fjögur ár né vera ráðherra lengur en átta ár samtals - átta ár eru hryllilega langur tími. Svipað á að gilda um stjórnendastöður hjá Ríkinu. Fjögurra ára ráðningartími og framlengdur um tvö til fjögur ár ef frammistaðan er almennt talin hafa verið frábær - en auðvitað auglýsa embættið eftir fjögur ár. Þetta fyrirkomulag mundi draga úr spillingu. Allir stjórnendur vissu að þeir væru ráðnir til takmarkaðs tíma, og mjög líklegt að eftirmaðurinn færi með logandi ljósi ofan í saumana á öllum gjörningum fyrirrennara síns til að finna þar eitruð peð og fara með í afeitrun. Sumir forstjórar sem ættu „ónotuð stjórnarár" eftir á C.V.-inu sínu gætu leitað í önnur fyrirtæki og stofnanir. En víða væru starfandi litlir hópar fyrrverandi forstjóra, þekkingar- og reynslubankar, sem stjórnendur fyrirtækisins gætu leitað í eftir þörfum. Það þarf engu að breyta nema smotteríi. Í fyrsta lagi að auglýsa stöður án tillits til hvort ráðherra er samflokksmaður eða andstæðingur, frændi eða sonur, það er árangur í starfi sem telur. Það vantar alls staðar gott fólk og hitt fólkið á ekki í vandræðum með að finna sér störf við hæfi í einka- eða opinbera geiranum. Sýslumannsembætti í Keflavík er eftirsótt, margir um hituna, og sá sem hefur gegnt því með sóma hefur hlotið mikinn starfsheiður. Það auma við starfslok sýslumanns í Keflavík er að sá sem réði hann til starfa er enn í embætti - það er bara talað í véfréttar stíl um hvort viðkomandi muni draga sig í hlé að aftöku lokinni og eftirláta eftirmönnum sínum að framfylgja lögunum í þeim anda sem þeim var komið á; sem sé til að skipta oft um stjórnendur, ekki til að geta komið óvinum sínum fyrir kattarnef heldur vegna þess að við þurfum marga stjórnendur en ekki fáa. Það er forsenda þess að lýðræðið þróist úr höndunum á fámennum valdaklíkum. Við þurfum ekki nautsterka leiðtoga. Við þurfum valddreifingu og marga leiðtoga. Það er lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Eitt höfuðeinkenni góðrar stjórnsýslu er að menn staldri stutt við á valdastólum. Enginn ráðherra á að gegna sama ráðherraembætti lengur en fjögur ár né vera ráðherra lengur en átta ár samtals - átta ár eru hryllilega langur tími. Svipað á að gilda um stjórnendastöður hjá Ríkinu. Fjögurra ára ráðningartími og framlengdur um tvö til fjögur ár ef frammistaðan er almennt talin hafa verið frábær - en auðvitað auglýsa embættið eftir fjögur ár. Þetta fyrirkomulag mundi draga úr spillingu. Allir stjórnendur vissu að þeir væru ráðnir til takmarkaðs tíma, og mjög líklegt að eftirmaðurinn færi með logandi ljósi ofan í saumana á öllum gjörningum fyrirrennara síns til að finna þar eitruð peð og fara með í afeitrun. Sumir forstjórar sem ættu „ónotuð stjórnarár" eftir á C.V.-inu sínu gætu leitað í önnur fyrirtæki og stofnanir. En víða væru starfandi litlir hópar fyrrverandi forstjóra, þekkingar- og reynslubankar, sem stjórnendur fyrirtækisins gætu leitað í eftir þörfum. Það þarf engu að breyta nema smotteríi. Í fyrsta lagi að auglýsa stöður án tillits til hvort ráðherra er samflokksmaður eða andstæðingur, frændi eða sonur, það er árangur í starfi sem telur. Það vantar alls staðar gott fólk og hitt fólkið á ekki í vandræðum með að finna sér störf við hæfi í einka- eða opinbera geiranum. Sýslumannsembætti í Keflavík er eftirsótt, margir um hituna, og sá sem hefur gegnt því með sóma hefur hlotið mikinn starfsheiður. Það auma við starfslok sýslumanns í Keflavík er að sá sem réði hann til starfa er enn í embætti - það er bara talað í véfréttar stíl um hvort viðkomandi muni draga sig í hlé að aftöku lokinni og eftirláta eftirmönnum sínum að framfylgja lögunum í þeim anda sem þeim var komið á; sem sé til að skipta oft um stjórnendur, ekki til að geta komið óvinum sínum fyrir kattarnef heldur vegna þess að við þurfum marga stjórnendur en ekki fáa. Það er forsenda þess að lýðræðið þróist úr höndunum á fámennum valdaklíkum. Við þurfum ekki nautsterka leiðtoga. Við þurfum valddreifingu og marga leiðtoga. Það er lýðræði.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun