Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum 1. september 2008 12:01 Davíð Smári Helenarson er betur þekktur sem Dabbi Grensás. Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð. Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð.
Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10