Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum 1. september 2008 12:01 Davíð Smári Helenarson er betur þekktur sem Dabbi Grensás. Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð. Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð.
Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10