Viðskipti innlent

Álfélagið hækkaði mest í dag

Úr álveri Norðuráls á Grundartanga. Gengi bréfa í móðurfélagi fyrirtækisins hækkaði mest í dag.
Úr álveri Norðuráls á Grundartanga. Gengi bréfa í móðurfélagi fyrirtækisins hækkaði mest í dag.

Gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um rétt rúm tvö prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Spron hækkaði um 1,82 prósent. Til skamms tíma hafði gengið rokið upp um tólf prósent áður en það gaf eftir.

Þá hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 1,28 prósent og bréf Össurar um 1,23 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Existu um tæp 6 prósent. Gengi hins færeyska Eik banka féll um fimm prósent.

Þá féll gengi Bakkavarar um 3,47 prósent og, Atlantic Petroleum um 1,23 prósent. Gengi bréfa í Straumi, Marel, Glitni, Landsbankanum, Alfesca, Icelandair og Kaupþingi lækkaði um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8 prósent og stendur hún í 4.243 stigum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×