Ævintýraleg ávöxtun hlutabréfa Annas Sigmundsson skrifar 23. júlí 2008 06:00 Gylfi Magnússon Hann segir ávöxtun hérlendis ævintýralega í alþjóðlegum samanburði. Gylfi telur ólíklegt að uppsveilfa verði á markaðinum næstu mánuði.markaðurinn/gva „Það hefur verið alveg ævintýraleg ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðinum í alþjóðlegum samanburði. Hún er það ennþá þrátt fyrir að úrvalsvísitalan hafi lækkað um helming frá því í fyrra,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu tuttugu árum skilað 17,9 prósenta raunávöxtun á ári. Svo há ávöxtun er líklega einsdæmi í samanburði við nágrannalönd okkar. Raunávöxtun Dow Jones vísitölunnar hefur á sama tíma verið 7,4 prósent. „Þegar bréf hafa verið verðlaus þar sem enginn markaður er fyrir þau verður mikið svigrúm til þess að þau hækki mikið í fyrstu. Það er hins vegar ekki svigrúm til þess að markaðurinn skili fimmtán til tuttugu prósenta raunávöxtun til lengri tíma,“ segir Gylfi. Nokkur ár eru með yfir 50 prósenta ávöxtun. Gylfi segir að það sem skýri það sé að þá hafi markaðir verið í mikilli uppsveiflu og fyrirtæki skilað góðum hagnaði. Væntingar um vöxt hafi þá líka verið miklar. Varðandi ævintýralega ávöxtun á árunum 2003 til 2005 segir hann meginskýringuna liggja í einkavæðingu ríkisbankanna. „Einnig það mikla fjármagn sem streymdi inn á markaðinn og þá sérstaklega erlent lánsfé. Miklar væntingar voru líka til stóriðju. Margt spilaði því saman,“ segir Gylfi. Hann telur að íslenski markaðurinn sé farinn að fylgja meira þeim erlendu undanfarinn ár. Sú var ekki raunin í fyrstu þegar markaðurinn hófst hér í lok níunda áratugarins. „Þegar netbólan sprakk í Bandaríkjunum fylgdi sá íslenski. Hið sama á við núna. Hins vegar er niðursveiflan núna mun meiri en víðast annars staðar,“ segir hann. Hann telur að íslenski hlutabréfamarkaðurinn eigi eftir að vera töluvert sveiflukenndur áfram. „Það eru það margir óvissuþættir. Sagan segir að þegar markaðir hafa verið í miklum sveiflum séu þeir lengi að róast aftur,“ segir Gylfi. Hann telur ólíklegt að uppsveifla verði á markaðinum næstu mánuði og jafnvel lengur. „Það er það mikið sem á eftir að greiða úr og ekki víst hvernig spilast. Það blasir við að mörg fyrirtæki eru illa stödd. Við eigum eftir að sjá meira af gjaldþrotum og afskriftum. Atvinnuhorfur eru heldur ekki góðar. Fyrirtæki verða fyrir áföllum vegna þess að viðskiptavinir fara á hausinn. Það sér ekki fyrir endann á þessu ferli. Líklegast erum við rétt farin að sjá byrjunina,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að segja hvenær fyrirtæki verði búin að klára að hreinsa til í sínum rekstri. „Það er lítil von til þess að hlutabréfamarkaðurinn fari eitthvað að glæðast fyrr en við förum að sjá fyrir endann á þessum vandræðum,“ segir Gylfi. Það sem skapi ef til vill meiri vandræði hér sé mikill fjöldi af lánum í erlendri mynt. „Gengi krónu hefur svo sterk áhrif á stöðu lántakenda. Það hefur valdið verulegum vandræðum. Síðan erum við með þessa gífurlega háu stýrivexti,“ segir hann. Þessi staða sé hvorki uppi í Bandaríkjunum né Evrópu. „Þetta setur okkur þrengri skorður,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
„Það hefur verið alveg ævintýraleg ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðinum í alþjóðlegum samanburði. Hún er það ennþá þrátt fyrir að úrvalsvísitalan hafi lækkað um helming frá því í fyrra,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu tuttugu árum skilað 17,9 prósenta raunávöxtun á ári. Svo há ávöxtun er líklega einsdæmi í samanburði við nágrannalönd okkar. Raunávöxtun Dow Jones vísitölunnar hefur á sama tíma verið 7,4 prósent. „Þegar bréf hafa verið verðlaus þar sem enginn markaður er fyrir þau verður mikið svigrúm til þess að þau hækki mikið í fyrstu. Það er hins vegar ekki svigrúm til þess að markaðurinn skili fimmtán til tuttugu prósenta raunávöxtun til lengri tíma,“ segir Gylfi. Nokkur ár eru með yfir 50 prósenta ávöxtun. Gylfi segir að það sem skýri það sé að þá hafi markaðir verið í mikilli uppsveiflu og fyrirtæki skilað góðum hagnaði. Væntingar um vöxt hafi þá líka verið miklar. Varðandi ævintýralega ávöxtun á árunum 2003 til 2005 segir hann meginskýringuna liggja í einkavæðingu ríkisbankanna. „Einnig það mikla fjármagn sem streymdi inn á markaðinn og þá sérstaklega erlent lánsfé. Miklar væntingar voru líka til stóriðju. Margt spilaði því saman,“ segir Gylfi. Hann telur að íslenski markaðurinn sé farinn að fylgja meira þeim erlendu undanfarinn ár. Sú var ekki raunin í fyrstu þegar markaðurinn hófst hér í lok níunda áratugarins. „Þegar netbólan sprakk í Bandaríkjunum fylgdi sá íslenski. Hið sama á við núna. Hins vegar er niðursveiflan núna mun meiri en víðast annars staðar,“ segir hann. Hann telur að íslenski hlutabréfamarkaðurinn eigi eftir að vera töluvert sveiflukenndur áfram. „Það eru það margir óvissuþættir. Sagan segir að þegar markaðir hafa verið í miklum sveiflum séu þeir lengi að róast aftur,“ segir Gylfi. Hann telur ólíklegt að uppsveifla verði á markaðinum næstu mánuði og jafnvel lengur. „Það er það mikið sem á eftir að greiða úr og ekki víst hvernig spilast. Það blasir við að mörg fyrirtæki eru illa stödd. Við eigum eftir að sjá meira af gjaldþrotum og afskriftum. Atvinnuhorfur eru heldur ekki góðar. Fyrirtæki verða fyrir áföllum vegna þess að viðskiptavinir fara á hausinn. Það sér ekki fyrir endann á þessu ferli. Líklegast erum við rétt farin að sjá byrjunina,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að segja hvenær fyrirtæki verði búin að klára að hreinsa til í sínum rekstri. „Það er lítil von til þess að hlutabréfamarkaðurinn fari eitthvað að glæðast fyrr en við förum að sjá fyrir endann á þessum vandræðum,“ segir Gylfi. Það sem skapi ef til vill meiri vandræði hér sé mikill fjöldi af lánum í erlendri mynt. „Gengi krónu hefur svo sterk áhrif á stöðu lántakenda. Það hefur valdið verulegum vandræðum. Síðan erum við með þessa gífurlega háu stýrivexti,“ segir hann. Þessi staða sé hvorki uppi í Bandaríkjunum né Evrópu. „Þetta setur okkur þrengri skorður,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira