Verðug hugmynd Þorsteinn Pálsson skrifar 23. júní 2008 08:00 Trúin á málstað Jóns Sigurðssonar er svo rík í mörgum að þeim finnst jafngilda svikum að nota ekki gleraugu nítjándu aldar til þess að horfa á viðfangsefni tuttugustu og fyrstu aldar. Svo er komið að jafnvel heiðarlegar hugmyndir um framkvæmdir til að heiðra minningu þessa mikla frelsisforingja eru einnegin skotnar niður með sömu trúarrökum. Ekkert má aðhafast ef það er ekki eins og menn sáu hlutina áður en tuttugasta öldin gekk í garð. Á vordögum fyrir ári ákvað Alþingi að rétt væri að minnast þess árið 2011 að þá verða liðnar tvær aldir frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Alþingi fól forsætisráðherra að koma þessum vilja í framkvæmd. Sólveig Pétursdóttir, fyrrum forseti Alþingis, var valin til að hafa forystu þar um. Hún hélt á dögunum ræðu á þjóðhátíð á Hrafnseyri. Þar lýsti hún viðhorfi sínu til eins áleitins viðfangsefnis af þessu tilefni með þessum orðum: „Þó svo að endurreistu Alþingi hafi verið valinn staður í Reykjavík þá eru Þingvellir samt sem áður einn helgasti staður í hjarta þjóðarinnar. Þar höfum við fagnað flestum merkisatburðum í sögu þjóðarinnar. Það er því mín skoðun að Alþingi Íslendinga eigi að hafa aðstöðu á Þingvöllum þar sem hægt sé að hafa þingfundi innandyra, taka á móti gestum og halda upp á merkisatburði." Að sönnu er þetta ekki í fyrsta sinn sem þessari hugmynd er hreyft. Hún er aukheldur ekki útfærð í einstökum atriðum. Eigi að síður eru hún vel þess virði að hljóta umræðu og nána skoðun. Tilefnið er verðugt. Við sérhvert skref sem þjóðin stígur fram á við til þess að takast á við viðfangsefni nýrra tíma er jafn mikilvægt að rækta þá arfleifð sem hefur gert okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hver skyldu þá hafa verið fyrstu viðbrögðin við þessari hugmynd fyrrverandi forseta Alþingis og formanns tvöhundruð ára afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar? Rétt þótti á einum stað að gera að henni góðlátlegt grín með því að vitna í baráttu Jóns Sigurðssonar sjálfs fyrir því að endurreist Alþingi sæti í Reykjavík og láta að því liggja að fyrir þá sök væri hugmyndin út í hött. Það verður vissulega ekki einfalt að reisa hús á Þingvöllum í þessum tilgangi. En sú rétttrúnaðarstefna að ýta hugmynd af þessu tagi og af þessu tilefni út af borðinu með þeim hagkvæmnirökum sem bjuggu að baki þeirri ákvörðun á sinni tíð að Alþingi og stjórnsýslan skyldi vera í Reykjavík er í besta falli bernskuleg. Sumir rétttrúnaðarmenn um Jón Sigurðsson mættu að ósekju lesa oftar og betur sumt af því sem hann skrifaði. Lítil varningsbók handa bændum og búmönnum á Íslandi hefst til að mynda með þessum orðum hans: „Hver tími hefur sínar þarfir og sitt ætlunarverk og það er hinn sanni gæfuvegur, eins þjóðanna eins og hinna einstöku manna, að kunna skýrt að sjá hvað fyrir hendi liggur á sérhverjum tíma og hafa manndáð og samtök til að fylgja því fram." Hugmyndir fyrrverandi forseta Alþingis um hvernig minnast megi með verðugum hætti tveggja alda afmælis Jóns forseta eru í góðu samræmi við þessa opnu og skýru hugsun. Hún gæti gert hvort tveggja í senn að mæta á hagkvæman hátt nýjum þörfum löggjafarsamkomunnar og verið ný áminning um afrek þess sem merkastur er þeirra sem þar hafa setið. Að baki býr sú einfalda staðreynd að Alþingi og Þingvellir eru hluti af sama vefnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Trúin á málstað Jóns Sigurðssonar er svo rík í mörgum að þeim finnst jafngilda svikum að nota ekki gleraugu nítjándu aldar til þess að horfa á viðfangsefni tuttugustu og fyrstu aldar. Svo er komið að jafnvel heiðarlegar hugmyndir um framkvæmdir til að heiðra minningu þessa mikla frelsisforingja eru einnegin skotnar niður með sömu trúarrökum. Ekkert má aðhafast ef það er ekki eins og menn sáu hlutina áður en tuttugasta öldin gekk í garð. Á vordögum fyrir ári ákvað Alþingi að rétt væri að minnast þess árið 2011 að þá verða liðnar tvær aldir frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Alþingi fól forsætisráðherra að koma þessum vilja í framkvæmd. Sólveig Pétursdóttir, fyrrum forseti Alþingis, var valin til að hafa forystu þar um. Hún hélt á dögunum ræðu á þjóðhátíð á Hrafnseyri. Þar lýsti hún viðhorfi sínu til eins áleitins viðfangsefnis af þessu tilefni með þessum orðum: „Þó svo að endurreistu Alþingi hafi verið valinn staður í Reykjavík þá eru Þingvellir samt sem áður einn helgasti staður í hjarta þjóðarinnar. Þar höfum við fagnað flestum merkisatburðum í sögu þjóðarinnar. Það er því mín skoðun að Alþingi Íslendinga eigi að hafa aðstöðu á Þingvöllum þar sem hægt sé að hafa þingfundi innandyra, taka á móti gestum og halda upp á merkisatburði." Að sönnu er þetta ekki í fyrsta sinn sem þessari hugmynd er hreyft. Hún er aukheldur ekki útfærð í einstökum atriðum. Eigi að síður eru hún vel þess virði að hljóta umræðu og nána skoðun. Tilefnið er verðugt. Við sérhvert skref sem þjóðin stígur fram á við til þess að takast á við viðfangsefni nýrra tíma er jafn mikilvægt að rækta þá arfleifð sem hefur gert okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hver skyldu þá hafa verið fyrstu viðbrögðin við þessari hugmynd fyrrverandi forseta Alþingis og formanns tvöhundruð ára afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar? Rétt þótti á einum stað að gera að henni góðlátlegt grín með því að vitna í baráttu Jóns Sigurðssonar sjálfs fyrir því að endurreist Alþingi sæti í Reykjavík og láta að því liggja að fyrir þá sök væri hugmyndin út í hött. Það verður vissulega ekki einfalt að reisa hús á Þingvöllum í þessum tilgangi. En sú rétttrúnaðarstefna að ýta hugmynd af þessu tagi og af þessu tilefni út af borðinu með þeim hagkvæmnirökum sem bjuggu að baki þeirri ákvörðun á sinni tíð að Alþingi og stjórnsýslan skyldi vera í Reykjavík er í besta falli bernskuleg. Sumir rétttrúnaðarmenn um Jón Sigurðsson mættu að ósekju lesa oftar og betur sumt af því sem hann skrifaði. Lítil varningsbók handa bændum og búmönnum á Íslandi hefst til að mynda með þessum orðum hans: „Hver tími hefur sínar þarfir og sitt ætlunarverk og það er hinn sanni gæfuvegur, eins þjóðanna eins og hinna einstöku manna, að kunna skýrt að sjá hvað fyrir hendi liggur á sérhverjum tíma og hafa manndáð og samtök til að fylgja því fram." Hugmyndir fyrrverandi forseta Alþingis um hvernig minnast megi með verðugum hætti tveggja alda afmælis Jóns forseta eru í góðu samræmi við þessa opnu og skýru hugsun. Hún gæti gert hvort tveggja í senn að mæta á hagkvæman hátt nýjum þörfum löggjafarsamkomunnar og verið ný áminning um afrek þess sem merkastur er þeirra sem þar hafa setið. Að baki býr sú einfalda staðreynd að Alþingi og Þingvellir eru hluti af sama vefnaði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun