Hinn hljóði heimur 30. júlí 2008 00:01 Lent í lok keppnisdags á Hellu. aðsendMynd/Eggert Norðdal „Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
„Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira