Umbreytist í hestamann eftir klukkan sex 23. apríl 2008 00:01 hreiðar árni magnússon Hárgreiðslumaðurinn hefur lengi verið forfallinn hestamaður en ætlar að munda golfkylfurnar í sumar eftir að hafa gert hlé á þeirri iðju undanfarin ár. „Ég ætlaði að verða bóndi en endaði sem hárgreiðslumaður,“ segir Hreiðar Árni Magnússon, framkvæmdastjóri og einn eigandi hárgreiðslustofanna Salon VEH í Reykjavík og Loft Salon, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Hreiðar ferðast mikið til útlanda vegna vinnunnar en þegar hann er á landinu nýtur hann þess að vera úti í íslenskri náttúru. „Ég fer upp í hesthús á hverjum degi eftir vinnu þegar ég get og einnig um helgar,“ segir hann. Eftir sex á daginn skiptir Hreiðar algjörlega um gír; fer úr hlutverki hárgreiðslumannsins á mölinni og umbreytist í hestamann. „Hestamennskunni fylgir mikil líkamleg og andleg vellíðan,“ segir hann og bætir við að lífinu eftir vinnu hjá sér sé best lýst sem lífinu í hesthúsinu. Dætur hans sem eru fimm og níu ára fara báðar oft með pabba sínum til Hafnarfjarðar í hesthúsið. „Fyrir mér er hestamennskan lífsstíll sem hefur fylgt mér alla tíð. Sem krakki var ég níu sumur í sveit á Neðri Tungu í Örlygshöfn hjá afa mínum og ömmu við Patreksfjörð. Tvö sumur var ég á bænum Austurey við Apavatn og eitt sumar á bænum Stóru Giljá í Húnavatnssýslu og alltaf í kringum hesta,“ segir Hreiðar, sem augljóslega er vel kunnur sveitastörfum. Yfir sumartímann fer Hreiðar bæði styttri og lengri hestaferðir. Hann fer mikið austur fyrir fjall þar sem stutt er upp á hálendið. Helstu hestaleiðirnar í huga Hreiðars eru leiðir að Kringlumýri á Lyngdalsheiði, Löngufjörur á Snæfellsnesi og Mýrdalssandur. Þessa staði þræðir hann á hestbaki með vinum sínum, en birgðirnar eru reyndar keyrðar á áfangastaðinn í lengri ferðum. Hreiðar er lítið fyrir dútl og segist yfirleitt taka hlutina alla leið. „Golfið hefur legið í dvala undanfarin ár en með vorinu er ætlunin að byrja aftur í því,“ nefnir hann og bætir við að hann verði líka að nefna enn annað áhugamál sitt sem er skotveiðin. „Fyrri part hausts fer ég vanalega á gæs og seinni part hausts fer ég á rjúpu. Svo er það fótboltinn,“ segir Hreiðar glettinn. „En nýlega var ég staddur í London og notaði þá tækifærið og sá Arsenal spila á heimavelli, sem var frábær uppplifun,“ segir hann að lokum.- vg Héðan og þaðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Ég ætlaði að verða bóndi en endaði sem hárgreiðslumaður,“ segir Hreiðar Árni Magnússon, framkvæmdastjóri og einn eigandi hárgreiðslustofanna Salon VEH í Reykjavík og Loft Salon, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Hreiðar ferðast mikið til útlanda vegna vinnunnar en þegar hann er á landinu nýtur hann þess að vera úti í íslenskri náttúru. „Ég fer upp í hesthús á hverjum degi eftir vinnu þegar ég get og einnig um helgar,“ segir hann. Eftir sex á daginn skiptir Hreiðar algjörlega um gír; fer úr hlutverki hárgreiðslumannsins á mölinni og umbreytist í hestamann. „Hestamennskunni fylgir mikil líkamleg og andleg vellíðan,“ segir hann og bætir við að lífinu eftir vinnu hjá sér sé best lýst sem lífinu í hesthúsinu. Dætur hans sem eru fimm og níu ára fara báðar oft með pabba sínum til Hafnarfjarðar í hesthúsið. „Fyrir mér er hestamennskan lífsstíll sem hefur fylgt mér alla tíð. Sem krakki var ég níu sumur í sveit á Neðri Tungu í Örlygshöfn hjá afa mínum og ömmu við Patreksfjörð. Tvö sumur var ég á bænum Austurey við Apavatn og eitt sumar á bænum Stóru Giljá í Húnavatnssýslu og alltaf í kringum hesta,“ segir Hreiðar, sem augljóslega er vel kunnur sveitastörfum. Yfir sumartímann fer Hreiðar bæði styttri og lengri hestaferðir. Hann fer mikið austur fyrir fjall þar sem stutt er upp á hálendið. Helstu hestaleiðirnar í huga Hreiðars eru leiðir að Kringlumýri á Lyngdalsheiði, Löngufjörur á Snæfellsnesi og Mýrdalssandur. Þessa staði þræðir hann á hestbaki með vinum sínum, en birgðirnar eru reyndar keyrðar á áfangastaðinn í lengri ferðum. Hreiðar er lítið fyrir dútl og segist yfirleitt taka hlutina alla leið. „Golfið hefur legið í dvala undanfarin ár en með vorinu er ætlunin að byrja aftur í því,“ nefnir hann og bætir við að hann verði líka að nefna enn annað áhugamál sitt sem er skotveiðin. „Fyrri part hausts fer ég vanalega á gæs og seinni part hausts fer ég á rjúpu. Svo er það fótboltinn,“ segir Hreiðar glettinn. „En nýlega var ég staddur í London og notaði þá tækifærið og sá Arsenal spila á heimavelli, sem var frábær uppplifun,“ segir hann að lokum.- vg
Héðan og þaðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira