Umbreytist í hestamann eftir klukkan sex 23. apríl 2008 00:01 hreiðar árni magnússon Hárgreiðslumaðurinn hefur lengi verið forfallinn hestamaður en ætlar að munda golfkylfurnar í sumar eftir að hafa gert hlé á þeirri iðju undanfarin ár. „Ég ætlaði að verða bóndi en endaði sem hárgreiðslumaður,“ segir Hreiðar Árni Magnússon, framkvæmdastjóri og einn eigandi hárgreiðslustofanna Salon VEH í Reykjavík og Loft Salon, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Hreiðar ferðast mikið til útlanda vegna vinnunnar en þegar hann er á landinu nýtur hann þess að vera úti í íslenskri náttúru. „Ég fer upp í hesthús á hverjum degi eftir vinnu þegar ég get og einnig um helgar,“ segir hann. Eftir sex á daginn skiptir Hreiðar algjörlega um gír; fer úr hlutverki hárgreiðslumannsins á mölinni og umbreytist í hestamann. „Hestamennskunni fylgir mikil líkamleg og andleg vellíðan,“ segir hann og bætir við að lífinu eftir vinnu hjá sér sé best lýst sem lífinu í hesthúsinu. Dætur hans sem eru fimm og níu ára fara báðar oft með pabba sínum til Hafnarfjarðar í hesthúsið. „Fyrir mér er hestamennskan lífsstíll sem hefur fylgt mér alla tíð. Sem krakki var ég níu sumur í sveit á Neðri Tungu í Örlygshöfn hjá afa mínum og ömmu við Patreksfjörð. Tvö sumur var ég á bænum Austurey við Apavatn og eitt sumar á bænum Stóru Giljá í Húnavatnssýslu og alltaf í kringum hesta,“ segir Hreiðar, sem augljóslega er vel kunnur sveitastörfum. Yfir sumartímann fer Hreiðar bæði styttri og lengri hestaferðir. Hann fer mikið austur fyrir fjall þar sem stutt er upp á hálendið. Helstu hestaleiðirnar í huga Hreiðars eru leiðir að Kringlumýri á Lyngdalsheiði, Löngufjörur á Snæfellsnesi og Mýrdalssandur. Þessa staði þræðir hann á hestbaki með vinum sínum, en birgðirnar eru reyndar keyrðar á áfangastaðinn í lengri ferðum. Hreiðar er lítið fyrir dútl og segist yfirleitt taka hlutina alla leið. „Golfið hefur legið í dvala undanfarin ár en með vorinu er ætlunin að byrja aftur í því,“ nefnir hann og bætir við að hann verði líka að nefna enn annað áhugamál sitt sem er skotveiðin. „Fyrri part hausts fer ég vanalega á gæs og seinni part hausts fer ég á rjúpu. Svo er það fótboltinn,“ segir Hreiðar glettinn. „En nýlega var ég staddur í London og notaði þá tækifærið og sá Arsenal spila á heimavelli, sem var frábær uppplifun,“ segir hann að lokum.- vg Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
„Ég ætlaði að verða bóndi en endaði sem hárgreiðslumaður,“ segir Hreiðar Árni Magnússon, framkvæmdastjóri og einn eigandi hárgreiðslustofanna Salon VEH í Reykjavík og Loft Salon, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Hreiðar ferðast mikið til útlanda vegna vinnunnar en þegar hann er á landinu nýtur hann þess að vera úti í íslenskri náttúru. „Ég fer upp í hesthús á hverjum degi eftir vinnu þegar ég get og einnig um helgar,“ segir hann. Eftir sex á daginn skiptir Hreiðar algjörlega um gír; fer úr hlutverki hárgreiðslumannsins á mölinni og umbreytist í hestamann. „Hestamennskunni fylgir mikil líkamleg og andleg vellíðan,“ segir hann og bætir við að lífinu eftir vinnu hjá sér sé best lýst sem lífinu í hesthúsinu. Dætur hans sem eru fimm og níu ára fara báðar oft með pabba sínum til Hafnarfjarðar í hesthúsið. „Fyrir mér er hestamennskan lífsstíll sem hefur fylgt mér alla tíð. Sem krakki var ég níu sumur í sveit á Neðri Tungu í Örlygshöfn hjá afa mínum og ömmu við Patreksfjörð. Tvö sumur var ég á bænum Austurey við Apavatn og eitt sumar á bænum Stóru Giljá í Húnavatnssýslu og alltaf í kringum hesta,“ segir Hreiðar, sem augljóslega er vel kunnur sveitastörfum. Yfir sumartímann fer Hreiðar bæði styttri og lengri hestaferðir. Hann fer mikið austur fyrir fjall þar sem stutt er upp á hálendið. Helstu hestaleiðirnar í huga Hreiðars eru leiðir að Kringlumýri á Lyngdalsheiði, Löngufjörur á Snæfellsnesi og Mýrdalssandur. Þessa staði þræðir hann á hestbaki með vinum sínum, en birgðirnar eru reyndar keyrðar á áfangastaðinn í lengri ferðum. Hreiðar er lítið fyrir dútl og segist yfirleitt taka hlutina alla leið. „Golfið hefur legið í dvala undanfarin ár en með vorinu er ætlunin að byrja aftur í því,“ nefnir hann og bætir við að hann verði líka að nefna enn annað áhugamál sitt sem er skotveiðin. „Fyrri part hausts fer ég vanalega á gæs og seinni part hausts fer ég á rjúpu. Svo er það fótboltinn,“ segir Hreiðar glettinn. „En nýlega var ég staddur í London og notaði þá tækifærið og sá Arsenal spila á heimavelli, sem var frábær uppplifun,“ segir hann að lokum.- vg
Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira