Viðskipti innlent

Aðgerðir gegn vogunarsjóðum skila árangri

Aðgerðir íslenskra stjórnavalda og eftirlitsaðila gegn erlendum vogunarsjóðum, sem sakaðir eru um að hafa gert aðför að íslensku efnahagslífi, hefur skilað árangri. Þetta segir breska viðskiptablaðið Financial Times í dag og bendir á því til sönnunar að skuldatryggingarálag ríkis og bankanna hafi lækkað talsvert. Það bendi til að vogunarsjóðirnir hafi dregið sig í hlé.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, hafa sakað erlendu sjóðina um að hafa skortselt hlutabréf bankanna og dreift illum orðrómi um íslenskt efnahagslíf með það fyrir augum að hækka skuldatryggingarálag banka og ríkis með það fyrir augum að þrýsta gengi bankanna niður.

Blaðið segir Fjármálaeftirlitið enn hafa hugsanlega aðför sjóðanna til rannsóknar. Seðlabankinn hækkað stýrivexti, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boðað aðgerðir til að verja efnahagslífið og bankana auk þess sem áætlað sé að auka erlent lánsfé í umferð.

Samstilltar aðgerðir hafi lækkað skuldatryggingarálag bæði banka og ríkis, segir Financial Times og bendir því til sönnunar að álag á skuldatryggingar ríkisins hafi farið úr 410 punktum í aprílbyrjun í 260 punkta nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×