Aðventutónar á Akureyri 5. desember 2008 06:00 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur sína stóru tónleika á morgun í Íþróttahúsi Glerárskóla.mynd frÉttablaðið Á morgun kl. 18 verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson og hefjast tónleikarnir kl. 18. Á efnisskránni er jóla- og aðventutónlist, m.a. eftir J. Haydn, Leroy Anderson, Gunnar þórðarson, Jórunni Viðar og Jaan Alavera, sem er jafnframt stjórnandi Kvennakórs Akureyrar. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leikur einleik á trompet og einnig kemur fram með hljómsveitinni Kvennakór Akureyrar. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Dísella Lárusdóttir útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík 2002. Hún stundaði meistaranám við Westminster Choir College of Rider University í Princeton í Bandaríkjunum þar sem hún útskrifaðist vorið 2005. Hún sigraði í alþjóðlegri keppni Astral Artistic Services 2006 og komst sama ár í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition og einnig í keppni Placido Domingo, Operalia. Árið 2007 sigraði hún Philadelphia Orchestra Greenfield Competition. Dísella komst í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og fékk í framhaldi starfssamning hjá Metropolitan-óperunni í hlutverki Miss Schlesen í óperunni Satyagraha eftir Philips Glass. Í apríl hélt hún sína NY debut-tónleika í Merkin Hall og hlaut einróma góða dóma fyrir. Dísella býr og starfar í Bandaríkjunum. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann Smári hefur átt einn glæstasta feril íslenskra óperusöngvara í Evrópu um árabil og hefur á sautján ára ferli sínum sungið yfir 50 hlutverk í óperuhúsum víðs vegar um Evrópu. Hann er nú búsettur hér á landi og starfar við kennslu og söng. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því nú á sínu 16. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víðar á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Á morgun kl. 18 verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson og hefjast tónleikarnir kl. 18. Á efnisskránni er jóla- og aðventutónlist, m.a. eftir J. Haydn, Leroy Anderson, Gunnar þórðarson, Jórunni Viðar og Jaan Alavera, sem er jafnframt stjórnandi Kvennakórs Akureyrar. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leikur einleik á trompet og einnig kemur fram með hljómsveitinni Kvennakór Akureyrar. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Dísella Lárusdóttir útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík 2002. Hún stundaði meistaranám við Westminster Choir College of Rider University í Princeton í Bandaríkjunum þar sem hún útskrifaðist vorið 2005. Hún sigraði í alþjóðlegri keppni Astral Artistic Services 2006 og komst sama ár í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition og einnig í keppni Placido Domingo, Operalia. Árið 2007 sigraði hún Philadelphia Orchestra Greenfield Competition. Dísella komst í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og fékk í framhaldi starfssamning hjá Metropolitan-óperunni í hlutverki Miss Schlesen í óperunni Satyagraha eftir Philips Glass. Í apríl hélt hún sína NY debut-tónleika í Merkin Hall og hlaut einróma góða dóma fyrir. Dísella býr og starfar í Bandaríkjunum. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann Smári hefur átt einn glæstasta feril íslenskra óperusöngvara í Evrópu um árabil og hefur á sautján ára ferli sínum sungið yfir 50 hlutverk í óperuhúsum víðs vegar um Evrópu. Hann er nú búsettur hér á landi og starfar við kennslu og söng. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því nú á sínu 16. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víðar á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira