Aldrei fullnuma í leiklist 27. ágúst 2008 04:00 Hannes, Stefán, Lilja, Þorbjörg, Walter og Bjartur eru óhrædd við næsta skref ferils síns. Fréttablaðið/Rósa Nemendaleikhúsið er einhvers konar millibilsástand milli skóla og atvinnulífs leikara. Við ræddum við hópinn um áfangann, íþróttagallana, fyrsta verkið og framtíðina. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Bjartur Guðmundsson, Walter Geir Grímsson og Vigdís Másdóttir eru leikarar framtíðarinnar. Hvernig er að vera kominn á þetta lokastig? „Ég segi bara loksins," dæsir Walter. „Manni finnst maður aldrei vera tilbúinn, en svo finnur maður núna að nemendaleikhúsið kemur akkúrat á réttum tíma," bætir Þorbjörg við. „Það er líka skemmtilegt að byrja á þessu verkefni. Við förum beint í að skapa og erum ábyrg fyrir sýningunni. Við erum að gera okkar og því finnst mér þetta sérstaklega ögrandi verkefni," segir Bjartur og á þar við „devised"-verk þeirra undir stjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið er enn í mótun og því erfitt fyrir hópinn að tjá sig um það. „Við vitum að sýningin verður öðruvísi," segir Lilja. „Og náttúrlega meistaraverk," segir Stefán. Þau virðast spennt. „Það fylgir því ákveðinn kraftur að losna út úr skólabyggingunni," segir Walter. „En það er ljúfsárt líka," skýtur Hannes inn. Liðsheild bekkjarins endurspeglast í sérhönnuðum búningum þeirra. „Við ákváðum að setja rauða þráðinn úr náminu okkar, Kerfið, aftan á búningana okkar. Eitt lið, eitt logo," segir Bjartur. „Það má líka geta þess að við erum ósigraðir Listaháskólameistarar í knattspyrnu og þetta er líka íþróttagalli. Við erum saman í liði," bætir Lilja við. Þau segjast vera í góðum höndum og að Borgarleikhúsið taki þeim vel. „Við þurfum ekkert að víkja í röðinni við kaffivélina," segir Walter. Þau líta þó ekki svo á að eftir árið séu þau fullnuma. „Einhver sagði við okkur að maður er ekki frekar útskrifaður úr leiklist heldur en úr lífinu. Það er ágætis mottó," segir Bjartur. Fyrsta frumsýning hópsins verður á Litla sviði Borgarleikhússins 3. október. Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nemendaleikhúsið er einhvers konar millibilsástand milli skóla og atvinnulífs leikara. Við ræddum við hópinn um áfangann, íþróttagallana, fyrsta verkið og framtíðina. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Bjartur Guðmundsson, Walter Geir Grímsson og Vigdís Másdóttir eru leikarar framtíðarinnar. Hvernig er að vera kominn á þetta lokastig? „Ég segi bara loksins," dæsir Walter. „Manni finnst maður aldrei vera tilbúinn, en svo finnur maður núna að nemendaleikhúsið kemur akkúrat á réttum tíma," bætir Þorbjörg við. „Það er líka skemmtilegt að byrja á þessu verkefni. Við förum beint í að skapa og erum ábyrg fyrir sýningunni. Við erum að gera okkar og því finnst mér þetta sérstaklega ögrandi verkefni," segir Bjartur og á þar við „devised"-verk þeirra undir stjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið er enn í mótun og því erfitt fyrir hópinn að tjá sig um það. „Við vitum að sýningin verður öðruvísi," segir Lilja. „Og náttúrlega meistaraverk," segir Stefán. Þau virðast spennt. „Það fylgir því ákveðinn kraftur að losna út úr skólabyggingunni," segir Walter. „En það er ljúfsárt líka," skýtur Hannes inn. Liðsheild bekkjarins endurspeglast í sérhönnuðum búningum þeirra. „Við ákváðum að setja rauða þráðinn úr náminu okkar, Kerfið, aftan á búningana okkar. Eitt lið, eitt logo," segir Bjartur. „Það má líka geta þess að við erum ósigraðir Listaháskólameistarar í knattspyrnu og þetta er líka íþróttagalli. Við erum saman í liði," bætir Lilja við. Þau segjast vera í góðum höndum og að Borgarleikhúsið taki þeim vel. „Við þurfum ekkert að víkja í röðinni við kaffivélina," segir Walter. Þau líta þó ekki svo á að eftir árið séu þau fullnuma. „Einhver sagði við okkur að maður er ekki frekar útskrifaður úr leiklist heldur en úr lífinu. Það er ágætis mottó," segir Bjartur. Fyrsta frumsýning hópsins verður á Litla sviði Borgarleikhússins 3. október.
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira