Breyting á viðmiðum myndi auka verðbólgu Ingimar Karl Helgason og Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 16. apríl 2008 00:01 Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs „Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins." Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
„Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins."
Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira