Glefsur úr lífi listamanna 29. maí 2008 06:00 Gjörningaklúbburinn Þeir sem hafa áhuga á að kynnast starfsemi þessara framsæknu listakvenna frekar ættu að horfa á myndina Steypu í Hafnarhúsinu í kvöld. Heimildarmyndin Steypa eftir þau Markús Andrésson og Ragnheiði Gestsdóttur verður sýnd í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Í myndinni er nokkrum íslenskum samtímalistamönnum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Steypa var frumsýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra og hefur síðan þá ferðast á ýmsar kvikmyndahátíðir og verið vel tekið. Markús segir hvatann að gerð myndarinnar hafa verið sameiginlegan myndlistaráhuga leikstjóranna. „Við höfum bæði mikinn áhuga á myndlist; ég hef starfað sem sýningarstjóri og Ragnheiður er menntuð í sjónrænni mannfræði þar sem heimildarmyndagerð skipar veigamikinn sess. Því ákváðum við að gera mynd um unga íslenska listamenn og fylgja þeim eftir í dálítinn tíma. Þannig fjallar myndin ekki bara um samtímalist sem slíka heldur líka um ferlið að baki verkunum, umhverfi listamannanna og áhrifavalda þeirra. Einnig veltir myndin upp spurningum um hvort íslensk samtímalist sé á einhvern hátt séríslensk og hvernig hún passar inn í alþjóðlegt umhverfi." Listafólkið sem fylgt er eftir í myndinni eru þau Ásmundur Ásmundsson, Gabríela Friðriksdóttir, Margrét Blöndal, Huginn Arason, Unnar Auðarson, Gjörningaklúbburinn og Katrín Sigurðardóttir. „Vinnan í kringum myndina var að mestu leyti afar afslöppuð. Við leyfðum listamönnunum sjálfum dálítið að ráða för varðandi það hvernig þau vildu koma fram í myndinni, þannig að vinnan fór ekki fram eingöngu á okkar forsendum, þó svo að við værum svo að sjálfsögðu einráð yfir eftirvinnsluferlinu. En þetta var gríðarlega mikið af efni sem við söfnuðum og þurftum svo að klippa niður og myndin er því eðlilega nokkuð brotakennd og dettur inn í líf og starf listamannanna á mismunandi tímapunktum. Hún segir því ekki línulega sögu, en við ákváðum að vera ekkert að stressa okkur of mikið á samhengi; myndin heitir ekki Steypa að ástæðulausu," segir Markús og hlær. Sýningin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. - vþ Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Heimildarmyndin Steypa eftir þau Markús Andrésson og Ragnheiði Gestsdóttur verður sýnd í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Í myndinni er nokkrum íslenskum samtímalistamönnum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Steypa var frumsýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra og hefur síðan þá ferðast á ýmsar kvikmyndahátíðir og verið vel tekið. Markús segir hvatann að gerð myndarinnar hafa verið sameiginlegan myndlistaráhuga leikstjóranna. „Við höfum bæði mikinn áhuga á myndlist; ég hef starfað sem sýningarstjóri og Ragnheiður er menntuð í sjónrænni mannfræði þar sem heimildarmyndagerð skipar veigamikinn sess. Því ákváðum við að gera mynd um unga íslenska listamenn og fylgja þeim eftir í dálítinn tíma. Þannig fjallar myndin ekki bara um samtímalist sem slíka heldur líka um ferlið að baki verkunum, umhverfi listamannanna og áhrifavalda þeirra. Einnig veltir myndin upp spurningum um hvort íslensk samtímalist sé á einhvern hátt séríslensk og hvernig hún passar inn í alþjóðlegt umhverfi." Listafólkið sem fylgt er eftir í myndinni eru þau Ásmundur Ásmundsson, Gabríela Friðriksdóttir, Margrét Blöndal, Huginn Arason, Unnar Auðarson, Gjörningaklúbburinn og Katrín Sigurðardóttir. „Vinnan í kringum myndina var að mestu leyti afar afslöppuð. Við leyfðum listamönnunum sjálfum dálítið að ráða för varðandi það hvernig þau vildu koma fram í myndinni, þannig að vinnan fór ekki fram eingöngu á okkar forsendum, þó svo að við værum svo að sjálfsögðu einráð yfir eftirvinnsluferlinu. En þetta var gríðarlega mikið af efni sem við söfnuðum og þurftum svo að klippa niður og myndin er því eðlilega nokkuð brotakennd og dettur inn í líf og starf listamannanna á mismunandi tímapunktum. Hún segir því ekki línulega sögu, en við ákváðum að vera ekkert að stressa okkur of mikið á samhengi; myndin heitir ekki Steypa að ástæðulausu," segir Markús og hlær. Sýningin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. - vþ
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira