Merzedes Club var pönk 15. desember 2008 07:00 Ceres 4 fékk borgað stórfé fyrir að segja hó hó og hardcore. Ljóðabók Ceres 4 er hugsjónaútgáfa sem fæst bara í betri Bónusbúðum. MYND/fréttablaðið/arnþór Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta. „Þetta eru hörð, köld og kynþokkafull ljóð," segir Ceres 4. „Kaldastríðið var þungavigtartímabil í uppeldi okkar sem ólumst upp í því. Ljóðin skýra sig sjálf og ættu að vera hjartnæm upprifjun fyrir þá sem upplifðu tímabilið. Fyrir hina eru ljóðin sagnfræðileg heimild." Höfundur segir gamla ljóðadiskinn orðinn „költ" og bókina sigla hraðbyri í sama „költ-status". „Upplagið er lítið og það verða bara þeir heppnu sem ná sér í eintak. Bókin verður bara til í betri Bónus-búðum. Hún er seld á kostnaðarverði svo ég græði ekkert á henni. Þeir einu sem græða eru Bónus sem fær smásöluálagninguna og ríkissjóður sem fær vaskinn. Þetta er hugsjónaútgáfa." Ceres 4 segir ekki lokum fyrir það skotið að bankahrunið verði tekið fyrir í næstu ljóðabók. „Hver veit? Það þarf þó einhver tími að líða svo maður fái yfirsýn til að greina kjarnann frá hisminu. Síðustu misseri og komandi ár eru efni í rosalega eldfim listaverk. Þetta eru skemmtilegir tímar þótt fólk kvarti núna. Það verður gaman að líta til baka og sjá hvað stendur eftir þegar púðurrykið hefur sest." Ceresi finnst þetta viðtal gríðarlega djúpt miðað við viðtölin sem hann fór í vegna Merzedes Club. „Þá var bara talað um brúnkukrem. Þetta er samt búið að vera frábært ár með Merzedes Club. Það er mesta pönkið sem ég hef gert. Pönk snýst um að hía á kerfið og koma aftan að því. Ég, smurður og ber að ofan, að segja „hó hó" og „hardcore" og fá borgað stórfé fyrir það frá fyrirtækjum sem eru ekki einu sinni til ennþá, mörg hver, var algjört pönk." En er Merzedes Club-fyrirbærið dautt? „Nei, enda deyja hljómsveitir aldrei, leggjast bara í híði. Ég heyrði í umbanum um daginn og þá var verið að setja inn nýjar raddir við einhver lög. Ég sit bara við símann og ef það verður hringt þá spreyjar maður sig með brúnkuspreyinu. Hvað gerir maður ekki fyrir peninginn á þessum síðustu og verstu?" drgunni@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta. „Þetta eru hörð, köld og kynþokkafull ljóð," segir Ceres 4. „Kaldastríðið var þungavigtartímabil í uppeldi okkar sem ólumst upp í því. Ljóðin skýra sig sjálf og ættu að vera hjartnæm upprifjun fyrir þá sem upplifðu tímabilið. Fyrir hina eru ljóðin sagnfræðileg heimild." Höfundur segir gamla ljóðadiskinn orðinn „költ" og bókina sigla hraðbyri í sama „költ-status". „Upplagið er lítið og það verða bara þeir heppnu sem ná sér í eintak. Bókin verður bara til í betri Bónus-búðum. Hún er seld á kostnaðarverði svo ég græði ekkert á henni. Þeir einu sem græða eru Bónus sem fær smásöluálagninguna og ríkissjóður sem fær vaskinn. Þetta er hugsjónaútgáfa." Ceres 4 segir ekki lokum fyrir það skotið að bankahrunið verði tekið fyrir í næstu ljóðabók. „Hver veit? Það þarf þó einhver tími að líða svo maður fái yfirsýn til að greina kjarnann frá hisminu. Síðustu misseri og komandi ár eru efni í rosalega eldfim listaverk. Þetta eru skemmtilegir tímar þótt fólk kvarti núna. Það verður gaman að líta til baka og sjá hvað stendur eftir þegar púðurrykið hefur sest." Ceresi finnst þetta viðtal gríðarlega djúpt miðað við viðtölin sem hann fór í vegna Merzedes Club. „Þá var bara talað um brúnkukrem. Þetta er samt búið að vera frábært ár með Merzedes Club. Það er mesta pönkið sem ég hef gert. Pönk snýst um að hía á kerfið og koma aftan að því. Ég, smurður og ber að ofan, að segja „hó hó" og „hardcore" og fá borgað stórfé fyrir það frá fyrirtækjum sem eru ekki einu sinni til ennþá, mörg hver, var algjört pönk." En er Merzedes Club-fyrirbærið dautt? „Nei, enda deyja hljómsveitir aldrei, leggjast bara í híði. Ég heyrði í umbanum um daginn og þá var verið að setja inn nýjar raddir við einhver lög. Ég sit bara við símann og ef það verður hringt þá spreyjar maður sig með brúnkuspreyinu. Hvað gerir maður ekki fyrir peninginn á þessum síðustu og verstu?" drgunni@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira