Körfubolti

Svona er bara staðan á Njarðvík í dag

Valur Ingimundarson
Valur Ingimundarson Mynd/Anton

"Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48.

"Við bara gátum ekkert í dag. Sóknarleikur okkar er á fárra höndum og þegar Logi og Maggi ná sér ekki á strik, þá er lítið eftir hjá okkur. Þeir Maggi, Logi og Friðrik hafa staðið sig alveg frábærlega í vetur, en þetta er búið að hvíla mikið á þeirra herðum," sagði Valur og benti á hvað liðið hefði misst marga leikmenn fyrir tímabilið.

"Við misstum átta leikmenn og erum með mikið af mönnum úr fyrstu deild. Svo vantaði okkur alla guttana í dag. Þeir eru búnir að vera að spila mikið og þurftu hvíld í dag," sagði Valur.

"Þetta er ekkert flókið. Þetta er bara staðan á Njarðvík í dag og það hefði hvaða lið sem er geta unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði þjálfarinn.


Tengdar fréttir

KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn

KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað.

Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla

Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik.

Þjálfarar KR þurfa að hlaupa 22 spretti

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×