Framtíð á bláþræði 16. júlí 2008 00:01 fyrsta forsíða nyhedsavisen Fríblaðið kom út í fyrsta sinn 6. október 2006. Mikil ólga hefur umleikið danska fríblaðið Nyhedsavisen að undanförnu. Áður óþekkt skuldabréf í eigu Stoða Invest upp á 4 milljarða íslenskra króna setti strik í reikninginn við endurfjármögnun blaðsins sem nú stendur yfir. Skuldabréfið fékk Stoðir Invest fyrir að færa meirihlutaeign í félaginu bak við Nyhedsavisen til Morten Lund. Morten Lund, aðaleigandi blaðsins, hefur leitað leiða til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en uppi eru raddir um að ekki hafi náðst samkomulag milli hans og Stoða Invest hvernig best sé að standa að því. Það þarf um tvo milljarða til að hægt sé að halda rekstrinum áfram. Vitað er til þess að hann hafi átt í viðræðum við Lars Seier Christensen, eiganda Saxo Bank, um aðkomu að endurfjármögnun blaðsins. Í Berlingske Tidende fyrir helgi kom fram að fjórir af sex stjórnarmönnum í 365 Media Scandinavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen, hótuðu að segja af sér ef framtíð blaðsins yrði ekki tryggð í nánustu framtíð. Vandræði fríblaðsins eru fleiri, en skattayfirvöld eru með kröfu upp á rúmlega 100 milljónir kr. vegna ógreidds virðisaukaskatts. Einnig hafa eftirlitsstofnanir hótað að leysa útgáfuna upp ef ársreikningi síðasta árs verði ekki skilað fyrir 21. júlí. Morten Lund hefur sett upp áætlun fyrir hugsanlega fjárfesta þar sem gert er ráð fyrir að mánaðarlegar auglýsingatekjur muni vaxa frá tæpum 200 milljónum króna í tæpar 600 milljónir. Mánaðarlegur dreifingarkostnaður þarf einnig að lækka um 50–100 milljónir um leið og upplagið á að aukast um 65.000 eintök. Með þessum hætti á Nyhedsavisen að skila rúmum milljarði í hagnað fyrir árið 2009. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort blaðið muni koma út að nýju eftir sumarfrí en Morten Nissen Nielsen, forstjóri Nyhedsavisen, fullyrti við Börsen um síðustu helgi að svo væri. Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn hafði samband við hann. - ghh Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Mikil ólga hefur umleikið danska fríblaðið Nyhedsavisen að undanförnu. Áður óþekkt skuldabréf í eigu Stoða Invest upp á 4 milljarða íslenskra króna setti strik í reikninginn við endurfjármögnun blaðsins sem nú stendur yfir. Skuldabréfið fékk Stoðir Invest fyrir að færa meirihlutaeign í félaginu bak við Nyhedsavisen til Morten Lund. Morten Lund, aðaleigandi blaðsins, hefur leitað leiða til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en uppi eru raddir um að ekki hafi náðst samkomulag milli hans og Stoða Invest hvernig best sé að standa að því. Það þarf um tvo milljarða til að hægt sé að halda rekstrinum áfram. Vitað er til þess að hann hafi átt í viðræðum við Lars Seier Christensen, eiganda Saxo Bank, um aðkomu að endurfjármögnun blaðsins. Í Berlingske Tidende fyrir helgi kom fram að fjórir af sex stjórnarmönnum í 365 Media Scandinavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen, hótuðu að segja af sér ef framtíð blaðsins yrði ekki tryggð í nánustu framtíð. Vandræði fríblaðsins eru fleiri, en skattayfirvöld eru með kröfu upp á rúmlega 100 milljónir kr. vegna ógreidds virðisaukaskatts. Einnig hafa eftirlitsstofnanir hótað að leysa útgáfuna upp ef ársreikningi síðasta árs verði ekki skilað fyrir 21. júlí. Morten Lund hefur sett upp áætlun fyrir hugsanlega fjárfesta þar sem gert er ráð fyrir að mánaðarlegar auglýsingatekjur muni vaxa frá tæpum 200 milljónum króna í tæpar 600 milljónir. Mánaðarlegur dreifingarkostnaður þarf einnig að lækka um 50–100 milljónir um leið og upplagið á að aukast um 65.000 eintök. Með þessum hætti á Nyhedsavisen að skila rúmum milljarði í hagnað fyrir árið 2009. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort blaðið muni koma út að nýju eftir sumarfrí en Morten Nissen Nielsen, forstjóri Nyhedsavisen, fullyrti við Börsen um síðustu helgi að svo væri. Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn hafði samband við hann. - ghh
Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira