Microsoft hressir upp á Xbox í samkeppninni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júlí 2008 20:22 Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá. Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá.
Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira