Nauðsynlegar „viðbragðsáætlanir“ Þráinn Bertelsson skrifar 9. júní 2008 06:00 Nú er í mörg horn að líta hjá yfirvöldum. Meðal annars þarf að setja upp „viðbragðsáætlun" við innrás hungraðra hvítabjarna, heimskautarefa, rostunga og jafnvel vaxtahækkana og verðbólgu í landið. „Viðbragðsáætlanir" felast í því hvernig „viðbragð" sé best að taka þegar eitthvað gerist sem ekki á að gerast. Sumar „viðbragðsáætlanir" hafa gefið afbragðsgóða raun. Til dæmis þegar glæpasamsteypur eins og „Hells Angels" taka upp á því að senda fulltrúa sína til Íslands til að innvígja nýja fáráðlinga í selskapinn. Þá fer löggan til Keflavíkur og snýr hinum óvelkomnu gestum aftur heim til sín í sollinn. Þetta sýnir að til eru skynsamlegar „viðbragðsáætlanir" og slíkum áætlunum mætti fjölga til muna. Til dæmis mundi ekki kosta mikið að setja upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir stjórnvöld. Sem tæki af öll tvímæli um þau „verkferli" sem færu af stað í hvert sinn sem einhver ráðherra eða stjórnin í heild ofbýður siðferðiskennd þjóðarinnar. „Siðferðis-viðbragðsáætlun" gæti til dæmis fært sér í nyt venjur nágrannaþjóða um að sá ráðherra taki pokann sinn sem ofbýður siðferðisvitund almennings, til dæmis með siðlausum embættaveitingum, blautlegum hermennskudraumum í friðsömu landi eða hamslausri fíkn og misnotkun á opinberu afli og fjármunum. Þar sem engin „siðferðis-viðbragðsáætlun" er til í landinu virðast ráðherrar ekki enn þá hafa áttað sig á að taka þurfi tillit til þess að siðferðisvitund sé til meðal þjóðarinnar. Það er skiljanlegt í þeirri fjarlægð sem fjölmiðlum hefur tekist að koma á milli þeirra sem eiga og eiga ekki í þessu kalda landi. Þegar stjórnmálamenn hafa sett upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir sjálfa sig er kominn grundvöllur fyrir því að takast á við siðleysingja sem hafa svo gott sem eyðilagt samkennd og samstöðu þjóðarinnar og leyst upp það félagslega lím sem heldur þjóðinni saman. Svo sem hina lífshættulegu berserki í bönkum og stórfyrirtækjum sem háma í sig milljónir og milljónatugi og milljónahundruð af einskærri græðgi í stað þess að gera sér að góðu hugguleg laun og mannsæmandi líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Nú er í mörg horn að líta hjá yfirvöldum. Meðal annars þarf að setja upp „viðbragðsáætlun" við innrás hungraðra hvítabjarna, heimskautarefa, rostunga og jafnvel vaxtahækkana og verðbólgu í landið. „Viðbragðsáætlanir" felast í því hvernig „viðbragð" sé best að taka þegar eitthvað gerist sem ekki á að gerast. Sumar „viðbragðsáætlanir" hafa gefið afbragðsgóða raun. Til dæmis þegar glæpasamsteypur eins og „Hells Angels" taka upp á því að senda fulltrúa sína til Íslands til að innvígja nýja fáráðlinga í selskapinn. Þá fer löggan til Keflavíkur og snýr hinum óvelkomnu gestum aftur heim til sín í sollinn. Þetta sýnir að til eru skynsamlegar „viðbragðsáætlanir" og slíkum áætlunum mætti fjölga til muna. Til dæmis mundi ekki kosta mikið að setja upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir stjórnvöld. Sem tæki af öll tvímæli um þau „verkferli" sem færu af stað í hvert sinn sem einhver ráðherra eða stjórnin í heild ofbýður siðferðiskennd þjóðarinnar. „Siðferðis-viðbragðsáætlun" gæti til dæmis fært sér í nyt venjur nágrannaþjóða um að sá ráðherra taki pokann sinn sem ofbýður siðferðisvitund almennings, til dæmis með siðlausum embættaveitingum, blautlegum hermennskudraumum í friðsömu landi eða hamslausri fíkn og misnotkun á opinberu afli og fjármunum. Þar sem engin „siðferðis-viðbragðsáætlun" er til í landinu virðast ráðherrar ekki enn þá hafa áttað sig á að taka þurfi tillit til þess að siðferðisvitund sé til meðal þjóðarinnar. Það er skiljanlegt í þeirri fjarlægð sem fjölmiðlum hefur tekist að koma á milli þeirra sem eiga og eiga ekki í þessu kalda landi. Þegar stjórnmálamenn hafa sett upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir sjálfa sig er kominn grundvöllur fyrir því að takast á við siðleysingja sem hafa svo gott sem eyðilagt samkennd og samstöðu þjóðarinnar og leyst upp það félagslega lím sem heldur þjóðinni saman. Svo sem hina lífshættulegu berserki í bönkum og stórfyrirtækjum sem háma í sig milljónir og milljónatugi og milljónahundruð af einskærri græðgi í stað þess að gera sér að góðu hugguleg laun og mannsæmandi líf.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun