Yfirlitssýning um Gylfa 1. nóvember 2008 05:00 Endurvinnsla Gylfa á Fjallamjólk eftir Kjarval. Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners. Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 langt fyrir aldur fram aðeins 65 ára að aldri. Sýningin er haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum sem hóf sýningarhald sitt í Ásmundarsal, en kom í hópinn úr annarri átt. Gylfi var, eins og Jón Gunnar Árnason, iðnaðarmaður að mennt, trésmiður, en hafði frá unga aldri lifandi og sterkan áhuga á myndlist. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu 1971 en hafði þá vakið athygli fyrir teikningar sínar. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýningum og rak gallerí, myndskreytti bækur og blöð og hannaði leikmyndir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp ásamt handritaskrifum og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Gylfi var einn af höfundum verksins Kjarval sem Nesútgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gylfi var áberandi í miðborgarlífi Reykjavíkur, einn af föstum póstum í því mannlífi sem þar þreifst. Það var hægt að ganga að honum vísum á sínum stað í kaffihúsalífinu og hann bjó í borginni miðri, í Skólastræti ofan við gömlu Bakarabrekkuna. Hann hafði enda alið aldur sinn allan á þeim slóðum, fjölfróður um líf borgarinnar, ávallt vakandi um velferð samfélagsins sem ól hann. Myndlist hans bar líka pólitískan blæ, sem kemur skýrt fram í frægri endurvinnslu hans á verki Kjarvals hér að ofan, en Kjarval var sá meistari sem hann dáði mest. Á sýningunni eru sýndar teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og málverk. Í dag kemur út vegleg bók um listamanninn með texta eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Hjálmar Sveinsson. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur). Þeir félagar, Hjámar og Goddur verða með sýningarleiðsögn næstu sunnudaga kl. 15 en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 og sýningunni lýkur 23. nóvember. - pbb Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfirlitssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners. Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 langt fyrir aldur fram aðeins 65 ára að aldri. Sýningin er haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum sem hóf sýningarhald sitt í Ásmundarsal, en kom í hópinn úr annarri átt. Gylfi var, eins og Jón Gunnar Árnason, iðnaðarmaður að mennt, trésmiður, en hafði frá unga aldri lifandi og sterkan áhuga á myndlist. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu 1971 en hafði þá vakið athygli fyrir teikningar sínar. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýningum og rak gallerí, myndskreytti bækur og blöð og hannaði leikmyndir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp ásamt handritaskrifum og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Gylfi var einn af höfundum verksins Kjarval sem Nesútgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gylfi var áberandi í miðborgarlífi Reykjavíkur, einn af föstum póstum í því mannlífi sem þar þreifst. Það var hægt að ganga að honum vísum á sínum stað í kaffihúsalífinu og hann bjó í borginni miðri, í Skólastræti ofan við gömlu Bakarabrekkuna. Hann hafði enda alið aldur sinn allan á þeim slóðum, fjölfróður um líf borgarinnar, ávallt vakandi um velferð samfélagsins sem ól hann. Myndlist hans bar líka pólitískan blæ, sem kemur skýrt fram í frægri endurvinnslu hans á verki Kjarvals hér að ofan, en Kjarval var sá meistari sem hann dáði mest. Á sýningunni eru sýndar teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og málverk. Í dag kemur út vegleg bók um listamanninn með texta eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Hjálmar Sveinsson. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur). Þeir félagar, Hjámar og Goddur verða með sýningarleiðsögn næstu sunnudaga kl. 15 en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 og sýningunni lýkur 23. nóvember. - pbb
Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira