Feneyjastjórar ráðnir 11. desember 2008 06:00 Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson brosandi í Feneyjum. Mynd KIA Sýningastjórar hafa verið ráðnir í hinn íslenska skála Feneyjatvíæringsins sem opnaður verður í sumarbyrjun 2009: Þau Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson en Ragnar Kjartansson verður fulltrúi Íslands á sýningunni. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar fer með framkvæmd þátttökunnar og starfa sýningarstjórarnir náið með listamanninum og Christian Schoen, forstöðumanni Kynningarmiðstöðvarinnar og framkvæmdastjóra verkefnisins. Íslenski skálinn verður miðsvæðis í Feneyjum, í Palazzo Michiel dal Brusa, í nágrenni við Rialto-brúna. Markús og Dorothée hafa verið búsett í Berlín undanfarið ár og hafa nokkra reynslu af störfum í hinum alþjóðlega listheimi. Þau hafa oft starfað með Ragnari áður, nýlega að sýningu í Gallery Luhring Augustine í New York. Þeir Markús eru fornvinir úr unglingahljómsveitinni Kósí. Feneyjatvíæringurinn verður opnaður almenningi 7. júní og stendur yfir til 22. nóvember 2009. Sýning Ragnars verður kynnt fjölmiðlum nánar í apríl 2009. - pbb Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningastjórar hafa verið ráðnir í hinn íslenska skála Feneyjatvíæringsins sem opnaður verður í sumarbyrjun 2009: Þau Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson en Ragnar Kjartansson verður fulltrúi Íslands á sýningunni. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar fer með framkvæmd þátttökunnar og starfa sýningarstjórarnir náið með listamanninum og Christian Schoen, forstöðumanni Kynningarmiðstöðvarinnar og framkvæmdastjóra verkefnisins. Íslenski skálinn verður miðsvæðis í Feneyjum, í Palazzo Michiel dal Brusa, í nágrenni við Rialto-brúna. Markús og Dorothée hafa verið búsett í Berlín undanfarið ár og hafa nokkra reynslu af störfum í hinum alþjóðlega listheimi. Þau hafa oft starfað með Ragnari áður, nýlega að sýningu í Gallery Luhring Augustine í New York. Þeir Markús eru fornvinir úr unglingahljómsveitinni Kósí. Feneyjatvíæringurinn verður opnaður almenningi 7. júní og stendur yfir til 22. nóvember 2009. Sýning Ragnars verður kynnt fjölmiðlum nánar í apríl 2009. - pbb
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira