Fræðasetur opnað 4. desember 2008 06:00 Líf spendýra í sjó lendir á fræðasviði á Húsavík. Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Þar hafa einnig aðsetur Þekkingarsetur Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Áherslusvið Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík eru rannsóknir á sjávarspendýrum og lífríki sjávar. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen en hún hefur um tíu ára skeið unnið að rannsóknum á hljóðmyndun hnýðinga og annarra hvala, bæði við Íslandsstrendur og víða erlendis. Nýlega hóf Edda Elísabet Magnúsdóttir störf hjá setrinu þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu og mun meðal annars rannsaka heilsársþéttleika og svæðaval hvala í Skjálfandaflóa. Rannsókna- og fræðasetrið á Húsavík er í samstarfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi, en háskólarnir héldu sameiginlegt vettvangsnámskeið í rannsóknum á sjávarspendýrum í fyrsta skipti í september síðastliðnum. Setrið hefur sett sér metnaðarfull og raunsæ markmið í rannsóknum á sjávarspendýrum næstu árin, þar á meðal rannsóknir á fæðukeðju í Skjálfanda í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík, frekari rannsóknir á hljóðmyndun hvala í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og danska, japanska og bandaríska vísindamenn, og rannsóknir á selum í samstarfi við Selasetrið á Hvammstanga. Opnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík er mikil lyftistöng fyrir rannsóknasamfélagið á Íslandi enda býður Norðausturland upp á gífurlega möguleika í rannsóknum á lífríki lands og sjávar. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða sig um í nýju húsakynnunum að Hafnarstétt 3, en formleg dagskrá hefst kl. 16.00. Þá verður lykillinn að húsnæðinu afhentur við hátíðlega athöfn.- pbb Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Þar hafa einnig aðsetur Þekkingarsetur Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Áherslusvið Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík eru rannsóknir á sjávarspendýrum og lífríki sjávar. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen en hún hefur um tíu ára skeið unnið að rannsóknum á hljóðmyndun hnýðinga og annarra hvala, bæði við Íslandsstrendur og víða erlendis. Nýlega hóf Edda Elísabet Magnúsdóttir störf hjá setrinu þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu og mun meðal annars rannsaka heilsársþéttleika og svæðaval hvala í Skjálfandaflóa. Rannsókna- og fræðasetrið á Húsavík er í samstarfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi, en háskólarnir héldu sameiginlegt vettvangsnámskeið í rannsóknum á sjávarspendýrum í fyrsta skipti í september síðastliðnum. Setrið hefur sett sér metnaðarfull og raunsæ markmið í rannsóknum á sjávarspendýrum næstu árin, þar á meðal rannsóknir á fæðukeðju í Skjálfanda í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík, frekari rannsóknir á hljóðmyndun hvala í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og danska, japanska og bandaríska vísindamenn, og rannsóknir á selum í samstarfi við Selasetrið á Hvammstanga. Opnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík er mikil lyftistöng fyrir rannsóknasamfélagið á Íslandi enda býður Norðausturland upp á gífurlega möguleika í rannsóknum á lífríki lands og sjávar. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða sig um í nýju húsakynnunum að Hafnarstétt 3, en formleg dagskrá hefst kl. 16.00. Þá verður lykillinn að húsnæðinu afhentur við hátíðlega athöfn.- pbb
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira