Heimur heyrnarlausra 26. september 2008 04:45 Döff-leikhús Atriði úr leikritinu Viðtalið. Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Viðtalið hefur áður verið sýnt við góðar viðtökur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í leikritinu er fylgst með uppgjöri mæðgna; dóttirin er heyrnarlaus og er jafnframt fræg leikkona. Til stendur að blaðamaður taki viðtal við hana og er því fenginn táknmálstúlkur til þess að gera viðtalið mögulegt. Á meðan mæðgurnar bíða eftir blaðamanninum fara þær, með aðstoð túlksins, að eiga í einlægum samskiptum í fyrsta skipti á ævinni. Laila Margrét Arnþórsdóttir er, ásamt Margréti Pétursdóttur, höfundur leikgerðarinnar. Laila starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra og segist í því starfi hafa kynnst sögu heyrnarlausra hér á landi. „Heyrnarlausir eru miklir sögumenn og hafa frá mörgu að segja. Þegar ég hafði heyrt margar sögur, og allar áhugaverðar, langaði mig til að fara að vinna úr þeim. Þannig varð Viðtalið til, en í því steypti ég brotum úr sögum margra saman í sögu þessarar einu konu." Leikritið er leikið bæði á íslensku og á íslensku táknmáli og gerir því bæði heyrandi og heyrnarlausum kleift að njóta þess á jöfnum grundvelli. Leikritið tilheyrir þannig leikhúshefð sem kallast döff-leikhús, eða leikhús heyrnarlausra. Að sögn Lailu er döff-leikhús í sókn hér á landi. „Til stendur að hefja samstarf við Þjóðleikhúsið um uppsetningu fleiri döff-leikverka. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér á landi er samfélag heyrnarlausra svo lítið að döff-sýningar verða að geta höfðað jafnt til heyrnarlausra og heyrandi." Viðtalið hefur þegar verið selt til Danmerkur þar sem leikhús heyrnarlausra vinnur nú að þýðingu þess. Einnig hefur skoska leikhúsið Solarbear, sem sérhæfir sig í sýningum fyrir heyrnarlausa og daufblinda, sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það er því ljóst að íslenskt döff-leikhús er í sókn á fleiri vígstöðvum en hér heima. Viðtalið verður sýnt í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins, í kvöld kl. 20. Draumasmiðjan setur sýninguna upp. Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Viðtalið hefur áður verið sýnt við góðar viðtökur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í leikritinu er fylgst með uppgjöri mæðgna; dóttirin er heyrnarlaus og er jafnframt fræg leikkona. Til stendur að blaðamaður taki viðtal við hana og er því fenginn táknmálstúlkur til þess að gera viðtalið mögulegt. Á meðan mæðgurnar bíða eftir blaðamanninum fara þær, með aðstoð túlksins, að eiga í einlægum samskiptum í fyrsta skipti á ævinni. Laila Margrét Arnþórsdóttir er, ásamt Margréti Pétursdóttur, höfundur leikgerðarinnar. Laila starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra og segist í því starfi hafa kynnst sögu heyrnarlausra hér á landi. „Heyrnarlausir eru miklir sögumenn og hafa frá mörgu að segja. Þegar ég hafði heyrt margar sögur, og allar áhugaverðar, langaði mig til að fara að vinna úr þeim. Þannig varð Viðtalið til, en í því steypti ég brotum úr sögum margra saman í sögu þessarar einu konu." Leikritið er leikið bæði á íslensku og á íslensku táknmáli og gerir því bæði heyrandi og heyrnarlausum kleift að njóta þess á jöfnum grundvelli. Leikritið tilheyrir þannig leikhúshefð sem kallast döff-leikhús, eða leikhús heyrnarlausra. Að sögn Lailu er döff-leikhús í sókn hér á landi. „Til stendur að hefja samstarf við Þjóðleikhúsið um uppsetningu fleiri döff-leikverka. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér á landi er samfélag heyrnarlausra svo lítið að döff-sýningar verða að geta höfðað jafnt til heyrnarlausra og heyrandi." Viðtalið hefur þegar verið selt til Danmerkur þar sem leikhús heyrnarlausra vinnur nú að þýðingu þess. Einnig hefur skoska leikhúsið Solarbear, sem sérhæfir sig í sýningum fyrir heyrnarlausa og daufblinda, sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það er því ljóst að íslenskt döff-leikhús er í sókn á fleiri vígstöðvum en hér heima. Viðtalið verður sýnt í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins, í kvöld kl. 20. Draumasmiðjan setur sýninguna upp.
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira