Viðskipti innlent

Færeyingar hækka mest í Kauphöllinni

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,34 prósent frá því viðskiptadagurinn hófst í Kauphöllinni í dag. Byrjun dags hefur verið með rólegasta móti en hreyfingar aðeins á átta fyrirtækjum í Kauphöllinni.

Gengi bréfa í Eik banka hefur sömuleiðis hækkað um 0,47 prósent og í Kaupþingi um 0,27 prósent.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel lækkað um 0,57 prósent, Össuri um 0,44 prósent, í Bakkavör um 0,37 prósent og í Glitni um 0,29 prósent.

Úrvalsvísitalan er nánast óbreytt á milli daga. Hún hefur hækkað um 0,04 prósent og stendur vísitalan í 4.860 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×