Viðskipti innlent

Gengi SPRON tekur stökkið

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.

Gengi hlutabréfa í SPRON stökk upp um rétt rúm þrjú prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun á gengi hlutabréfa. Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis hækkað lítillega. Þróunin er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Þá hefur gengi bréfa í Straumi, Landsbankanum og Century Alumuninum hækkað um rúmt prósent í dag en Glitnir, Exista, Færeyjabanki og bréf Alfesca um tæpt prósent.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Kaupþingi og Eimskipafélaginu lækkað um tæpt prósent. Bréf Kaupþings hefur lækkað um 0,39 prósent en Eimskipafélagsins um 0,25 prósent.

Engin breyting er á gengi annarra hlutabréfa.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,27 prósent og stendur Úrvalsvísitalan í 4.822 stigum.

Þróunin hér á landi er svipuð í á öðrum hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Þannig hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 0,44 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 0,86 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi um 1,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×