Húsráð gegn grámósku tilverunnar Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 10. september 2008 05:00 Gulltrygg aðferð til að gefa sjálfum sér jákvæðar strokur er að kaupa fallega skó. Sumum kann að virðast þetta heldur þunnildisleg sálfræði en reynslan hefur margsannað að glæsilegt skótau getur þurrkað upp vægan lífsleiða í einu vetfangi. Þannig get ég léttilega fært fyrir því rök að skóbúðaferðir mínar hafi í raun og veru sparað heimilinu háar fjárhæðir sem annars hefðu farið í jóga og sjálfshjálparbækur. Vel heppnuð skókaup duga í marga hamingjudaga séu þeir nógu sjúklega flottir. Annað slagið ranka ég við mér og uppgötva að allt of langur tími hefur liðið síðan síðast og þá á grámóska tilverunnar sér strax skýringar. Því miður kemur gengisfall krónunnar nú illa við þá sem hafa unun af hollri dægradvöl, því skór sem áður kostuðu bara nóg til að kitlandi gæsahúð hríslaðist niður bakið eru nú orðnir svo dýrir að hárin rísa á höfðinu. Þegar guð útbýtti hagsýni og ráðdeild kom ég sennilega of seint því hann sleppti líka að splæsa á mig stundvísi. Því var það ekki meðfædd skynsemi sem um daginn kom í veg fyrir að ég keypti dásamlega en sérlega ópraktíska samkvæmisskó sem fóru mér ó! svo vel, heldur tilhugsunin um parið sem ég átti ennþá ónotað inni í skáp frá síðustu skóbúðarferð. Samkvæmislífið er greinilega í sorglegri rénun. Um helgina hafði skókaupaþörfinni því ekki verið fullnægt þegar ég fékk SMS frá velunnara um ægilega skóútsölu í Perlunni. Öfugt við ferðalög í rándýrar skóbúðir eru útsölumarkaðir kvöl og pína. Skylduræknin rak mig samt af stað og með bæði litlu börnin undir handleggnum tróðst ég gegnum þvöguna í þeim göfuga tilgangi að gera góð kaup. Strax við innganginn svipti múgsefjunin mig hæfileikanum til að greina á milli góðs og ills og rúin dómgreind var ég fyrr en varði farin að máta slísí rauð lakkstígvél. Ekki fyrr en ég sá að fatafella úr hverfinu var að prófa samskonar skó laust þeirri hugmynd niður þeir væru ekki mjög nytsamlegir minni jarðbundnu persónu. Þannig ráku fordómarnir okkur mæðgur upp í ísbúðina á fjórðu og þaðan á sögusýninguna þar sem svartidauði og grimmdarlegir böðlar hræddu líftóruna úr blessuðum börnunum. Afraksturinn fokdýrir sandalar á fimm ára sem munu duga fínt í snjónum í vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Gulltrygg aðferð til að gefa sjálfum sér jákvæðar strokur er að kaupa fallega skó. Sumum kann að virðast þetta heldur þunnildisleg sálfræði en reynslan hefur margsannað að glæsilegt skótau getur þurrkað upp vægan lífsleiða í einu vetfangi. Þannig get ég léttilega fært fyrir því rök að skóbúðaferðir mínar hafi í raun og veru sparað heimilinu háar fjárhæðir sem annars hefðu farið í jóga og sjálfshjálparbækur. Vel heppnuð skókaup duga í marga hamingjudaga séu þeir nógu sjúklega flottir. Annað slagið ranka ég við mér og uppgötva að allt of langur tími hefur liðið síðan síðast og þá á grámóska tilverunnar sér strax skýringar. Því miður kemur gengisfall krónunnar nú illa við þá sem hafa unun af hollri dægradvöl, því skór sem áður kostuðu bara nóg til að kitlandi gæsahúð hríslaðist niður bakið eru nú orðnir svo dýrir að hárin rísa á höfðinu. Þegar guð útbýtti hagsýni og ráðdeild kom ég sennilega of seint því hann sleppti líka að splæsa á mig stundvísi. Því var það ekki meðfædd skynsemi sem um daginn kom í veg fyrir að ég keypti dásamlega en sérlega ópraktíska samkvæmisskó sem fóru mér ó! svo vel, heldur tilhugsunin um parið sem ég átti ennþá ónotað inni í skáp frá síðustu skóbúðarferð. Samkvæmislífið er greinilega í sorglegri rénun. Um helgina hafði skókaupaþörfinni því ekki verið fullnægt þegar ég fékk SMS frá velunnara um ægilega skóútsölu í Perlunni. Öfugt við ferðalög í rándýrar skóbúðir eru útsölumarkaðir kvöl og pína. Skylduræknin rak mig samt af stað og með bæði litlu börnin undir handleggnum tróðst ég gegnum þvöguna í þeim göfuga tilgangi að gera góð kaup. Strax við innganginn svipti múgsefjunin mig hæfileikanum til að greina á milli góðs og ills og rúin dómgreind var ég fyrr en varði farin að máta slísí rauð lakkstígvél. Ekki fyrr en ég sá að fatafella úr hverfinu var að prófa samskonar skó laust þeirri hugmynd niður þeir væru ekki mjög nytsamlegir minni jarðbundnu persónu. Þannig ráku fordómarnir okkur mæðgur upp í ísbúðina á fjórðu og þaðan á sögusýninguna þar sem svartidauði og grimmdarlegir böðlar hræddu líftóruna úr blessuðum börnunum. Afraksturinn fokdýrir sandalar á fimm ára sem munu duga fínt í snjónum í vetur.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun