Körfubolti

Njarðvík hafði betur í grannaslagnum

Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld
Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld

Níunda umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta hófst með þremur leikjum í kvöld.

Njarðvík vann nauman sigur á grönnum sínum í Keflavík 77-75 í leik þar sem heimamenn virtust vera með unninn leik í höndunum, en Keflavík vann lokaleikhlutann 27-11 og hleypti spennu í leikinn.

Logi Gunnarsson skoraði 19 stig fyrir Njarðvík og Magnús Gunnarsson 16 en Sverrir Sverrisson var bestur hjá Keflavík með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig.

KR vann níunda leikinn í röð þegar liðið lagði Tindastól á Sauðárkróki 96-70. Heimamenn höfðu yfir 40-30 í hálfleik, en KR-ingar vöknuðu í þeim síðari og völtuðu yfir Stólana.

Alan Fall skoraði 17 stig fyrir Tindastól, en Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur hjá KR með 30 stig (5/5 í þristum), Jason Dourisseau skoraði 16 stig og Jakob Sigurðarson 15 stig.

Loks vann Þór nauman útisigur á botnliði Skallagríms 74-71. Igor Beljanski skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Skallagrím og Sigurður Þórarinsson átti sinn besta leik í vetur með 18 stig og 14 fráköst.

Cedric Isom skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Þór og Baldur Jónasson skoraði 14 stig.

Staðan í deildinni (sigrar/töp - stig):

1.KR            9/0 18

2.Grindavík   7/1 14

3.Tindastóll  6/3 12

4.Njarðvík    5/4 10

5.Keflavík    5/4 10

6.Snæfell     4/4 8

7.Þór Ak.     4/5 8

8.FSu          3/5 6

9.Breiðabl.   3/5 6

10.ÍR          3/5 6

11.Stjarnan 2/6 4

12.Skallagr. 0/9 0










Fleiri fréttir

Sjá meira


×