Búr bjarnarins mikla Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 20. júní 2008 05:00 Einhverntíma hefði það eflaust þótt óviðeigandi að Íslendingar þyrftu á sjálfan lýðveldisdaginn að fá aðstoð Dana við að fella óboðinn þjóðhátíðargest. Sú var þó raunin í ár. Meðan þorri þjóðarinnar sleikti ís og keypti blöðrur steig fulltrúi hinnar áður drottnandi herraþjóðar á land eins og frelsandi hetja, vopnaður deyfibyssu og ísbjarnarbúri til að bjarga Íslendingum úr bjarnarklóm. Þar fór sjálfstæði þjóðarinnar fyrir lítið. Þjóð sem ekki á ísbjarnarbúr er öðrum háð, það höfum við lært á undanförnum vikum. „Það er náttúrulega ekki til neitt búr hérna undir hann," sögðu menn til réttlætingar þegar fyrri björninn var felldur og gáfu í skyn að svona skepna þyrfti sérútbúið fangelsi sem ekki væri á allra færi að útbúa. Um leið og annar björn gerði sig heimakominn þótti vissara að kalla eftir útlendum bjargvætti og sterkbyggðu útlensku bjarnarbúri. Svo kom Daninn með búrið. Í fréttum var greint frá rammgerðu ísbjarnarbúri á leið til landsins. Myndirnar leyndu því hins vegar ekki að þarna var aðeins á ferðinni ólögulegur kassi sem hvaða skagfirski bóndi með aðgang að hamri og logsuðutæki hefði getað slegið saman á örfáum mínútum. Og þetta var flutt til okkar, eftir sólarhringsbið, alla leið frá Danmörku daginn sem þjóðin fagnaði sjálfstæði sínu. Þvílík niðurlæging. Hvað ætli starfsmenn dýragarðsins í Kaupmannahöfn haldi eiginlega um okkur. „Heyrðu, ég er víst að fara til Íslands að fanga bjarndýr." „Já blessaður taktu með þér nokkra gamla bjórkassa og járnabrakið þarna. Fer guttinn ekki með? Hann getur dundað sér við að smíða búr fyrir þessa vesalinga á leiðinni." Síðan var brunað með kassaræksnið í Skagafjörðinn, gott ef ekki í lögreglufylgd, og klifað á því allan tímann meðan þjóðin beið frétta af afdrifum bjarnarins að rammgert, já rammgert ísbjarnarbúr, væri á leiðinni. Allir þekkja framhaldið. Búrið fer líklega aftur til Danmerkur ónotað þar sem það nýtist eflaust sem kartöflugeymsla eða moltukassi. Til allrar hamingju er nú unnið að viðbragsáætlun svo við þurfum ekki að hringja í Dani næst þegar hvítabirnir ganga á land. Áætlunin kveður eflaust á um að réttur búnaður þurfi að vera til staðar. Þar er almennilegt bjarnarbúr auðvitað lykilatriði. Einhver fær vinnu við að smíða það. Við skulum bara vona að það verði rammgert. Já, virkilega rammgert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór
Einhverntíma hefði það eflaust þótt óviðeigandi að Íslendingar þyrftu á sjálfan lýðveldisdaginn að fá aðstoð Dana við að fella óboðinn þjóðhátíðargest. Sú var þó raunin í ár. Meðan þorri þjóðarinnar sleikti ís og keypti blöðrur steig fulltrúi hinnar áður drottnandi herraþjóðar á land eins og frelsandi hetja, vopnaður deyfibyssu og ísbjarnarbúri til að bjarga Íslendingum úr bjarnarklóm. Þar fór sjálfstæði þjóðarinnar fyrir lítið. Þjóð sem ekki á ísbjarnarbúr er öðrum háð, það höfum við lært á undanförnum vikum. „Það er náttúrulega ekki til neitt búr hérna undir hann," sögðu menn til réttlætingar þegar fyrri björninn var felldur og gáfu í skyn að svona skepna þyrfti sérútbúið fangelsi sem ekki væri á allra færi að útbúa. Um leið og annar björn gerði sig heimakominn þótti vissara að kalla eftir útlendum bjargvætti og sterkbyggðu útlensku bjarnarbúri. Svo kom Daninn með búrið. Í fréttum var greint frá rammgerðu ísbjarnarbúri á leið til landsins. Myndirnar leyndu því hins vegar ekki að þarna var aðeins á ferðinni ólögulegur kassi sem hvaða skagfirski bóndi með aðgang að hamri og logsuðutæki hefði getað slegið saman á örfáum mínútum. Og þetta var flutt til okkar, eftir sólarhringsbið, alla leið frá Danmörku daginn sem þjóðin fagnaði sjálfstæði sínu. Þvílík niðurlæging. Hvað ætli starfsmenn dýragarðsins í Kaupmannahöfn haldi eiginlega um okkur. „Heyrðu, ég er víst að fara til Íslands að fanga bjarndýr." „Já blessaður taktu með þér nokkra gamla bjórkassa og járnabrakið þarna. Fer guttinn ekki með? Hann getur dundað sér við að smíða búr fyrir þessa vesalinga á leiðinni." Síðan var brunað með kassaræksnið í Skagafjörðinn, gott ef ekki í lögreglufylgd, og klifað á því allan tímann meðan þjóðin beið frétta af afdrifum bjarnarins að rammgert, já rammgert ísbjarnarbúr, væri á leiðinni. Allir þekkja framhaldið. Búrið fer líklega aftur til Danmerkur ónotað þar sem það nýtist eflaust sem kartöflugeymsla eða moltukassi. Til allrar hamingju er nú unnið að viðbragsáætlun svo við þurfum ekki að hringja í Dani næst þegar hvítabirnir ganga á land. Áætlunin kveður eflaust á um að réttur búnaður þurfi að vera til staðar. Þar er almennilegt bjarnarbúr auðvitað lykilatriði. Einhver fær vinnu við að smíða það. Við skulum bara vona að það verði rammgert. Já, virkilega rammgert.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun