Viðskipti innlent

Icelandair á flug

Ein af vélum Icelandair tekur á loft.
Ein af vélum Icelandair tekur á loft. Mynd/Heiða

Gengi hlutabréfa í Icelandair hækkaði um 2,95 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Fyrirhugað er að félagið segi upp hátt í þrjú hundruð starfsmönnum vegna erfiðleika í rekstri. Þá hækkaði gengi 365 um 0,86 prósent, Glitnis um 0,31 prósent og Straums um 0,1 prósent.

Tilkynnt var um fyrirhugaða afskráningu 365 í síðustu viku og var þeim hluthöfum, sem þess óska, gefinn kostur á að selja bréf sín á genginu 1,2 krónur á hlut.

Á sama tíma lækkaði gengi Kaupþings um 0,51 prósent í byrjun dags. Gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði sömuleiðis um 0,43 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,15 prósent og stendur hún í 4.506 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×