Sport

Loeb sigraði í Katalóníu

NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb vann í dag fjórða sigur sinn í röð á heimsmeistaramótinu í rallakstri þegar hann kom fyrstur í mark í Katalóníurallinu á Spáni.

Þetta var líka fjórði sigur hans í röð í Spánarkappakstrinum og hefur hann nú 12 stiga forystu á Mikko Hirvonen í stigakeppni ökuþóra.

Loeb, sem ekur á Citroen, tryggði liði sínu líka 27 stiga forystu á Ford-liðið í keppni bílaframleiðenda. Félagi Loeb hjá Citroen, Dani Sordo frá Spáni, varð í öðru sæti í dag tæpum 25 sekúndum á eftir félaga sínum.

Mikko Hirvonen varð þriðji í dag, eftir að félagi hans Francois Duval hleypti honum fram úr á lokasprettinum til að færa honum sem flest stig í toppbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×