Að mega það sem aðrir mega ekki Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 19. október 2008 07:00 Bretum er oft legið á hálsi fyrir að telja að Bretland sé eitthvað sem það er ekki. Heimsveldið er hrunið, en þjóðarsálin hefur ekki uppgötvað það enn og því hagi Bretar sér enn eins og herraþjóð sem getur gert það sem hún vill, þrátt fyrir að í samfélagi þjóðanna séu þegnarnir engir. Eftir að hafa hlustað á alþingismenn í pontu undanfarna daga, og áköll sveitarstjórnarmanna má draga þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn sé í svipuðu hlutverki og Bretarnir. Telja sig vera „herraflokkinn" í samfélagi stjórnmála á Íslandi, þrátt fyrir að fylgi þeirra dragist saman og samstarflokkurinn í ríkisstjórn eigi að vera þeirra jafnoki. Þannig mætti ætla að það sé Sjálfstæðisflokksins að ákveða hvar megi víkja af dyggum vegi stjórnarsáttmálans og hvar ekki. Fyrstu viðbrögð ýmissa þingmanna eru ákall á fleiri álver og þar með fleiri virkjanir. Nú er þess freistað að ríkjandi viðhorf verði að þetta sé ekki tíminn til að ræða umhverfismál, jafnréttismál eða önnur „gæluverkefni" sem séu verkefni ríkari þjóða. Þessi fyrstu viðbrögð vísa til skammtímahagsmuna Íslendinga þar sem farið er fram á að umhverfisráðherra breyti fyrri ákvörðunum sínum og horfið verði frá samþykkt stefnuyfirlýsingarinnar að „Ríkisstjórnin einsetur sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum." Umhverfismálin eiga ekki lengur erindi hér. Hins vegar hefur því lengi verið haldið fram, aðallega af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, að um það hafi nást sátt í stjórnarsáttmálanum að Evrópusambandið sé ekki á dagskrá þetta kjörtímabilið. Í þeirri trú að sagt sé satt, hafa ráðherrar og leiðtogar flokkanna verið spurðir hvort þeir séu tilbúnir að víkja frá þessu atriði stjórnarsáttmálans. En auðvitað er ekki hægt að víkja frá því sem ekki er til staðar. Rétt er að birta það sem samþykkt var í stjórnarsáttmálanum, orðrétt: „Opinská umræða um Evrópumál. Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum." Það er ekki hægt að halda því fram að hagsmunir Íslendinga hafi ekki gjörbreyst á undanförnum vikum. Því þarf í raun ekki að fara fram á það að stjórnarsáttmálanum verði breytt til að hugsanleg aðild að Evrópusambandinu, og evrunni, komist á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þessar róttæku breytingar er nægjanleg ástæða í sjálfu sér til að málið komist á dagskrá. Í þessu nýja Íslandi, sem talað er um í dag, þarf að bregðast við ástandinu með yfirvegun og umræðu. Fyrstu viðbrögð eru ekki endilega þau bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Bretum er oft legið á hálsi fyrir að telja að Bretland sé eitthvað sem það er ekki. Heimsveldið er hrunið, en þjóðarsálin hefur ekki uppgötvað það enn og því hagi Bretar sér enn eins og herraþjóð sem getur gert það sem hún vill, þrátt fyrir að í samfélagi þjóðanna séu þegnarnir engir. Eftir að hafa hlustað á alþingismenn í pontu undanfarna daga, og áköll sveitarstjórnarmanna má draga þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn sé í svipuðu hlutverki og Bretarnir. Telja sig vera „herraflokkinn" í samfélagi stjórnmála á Íslandi, þrátt fyrir að fylgi þeirra dragist saman og samstarflokkurinn í ríkisstjórn eigi að vera þeirra jafnoki. Þannig mætti ætla að það sé Sjálfstæðisflokksins að ákveða hvar megi víkja af dyggum vegi stjórnarsáttmálans og hvar ekki. Fyrstu viðbrögð ýmissa þingmanna eru ákall á fleiri álver og þar með fleiri virkjanir. Nú er þess freistað að ríkjandi viðhorf verði að þetta sé ekki tíminn til að ræða umhverfismál, jafnréttismál eða önnur „gæluverkefni" sem séu verkefni ríkari þjóða. Þessi fyrstu viðbrögð vísa til skammtímahagsmuna Íslendinga þar sem farið er fram á að umhverfisráðherra breyti fyrri ákvörðunum sínum og horfið verði frá samþykkt stefnuyfirlýsingarinnar að „Ríkisstjórnin einsetur sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum." Umhverfismálin eiga ekki lengur erindi hér. Hins vegar hefur því lengi verið haldið fram, aðallega af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, að um það hafi nást sátt í stjórnarsáttmálanum að Evrópusambandið sé ekki á dagskrá þetta kjörtímabilið. Í þeirri trú að sagt sé satt, hafa ráðherrar og leiðtogar flokkanna verið spurðir hvort þeir séu tilbúnir að víkja frá þessu atriði stjórnarsáttmálans. En auðvitað er ekki hægt að víkja frá því sem ekki er til staðar. Rétt er að birta það sem samþykkt var í stjórnarsáttmálanum, orðrétt: „Opinská umræða um Evrópumál. Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum." Það er ekki hægt að halda því fram að hagsmunir Íslendinga hafi ekki gjörbreyst á undanförnum vikum. Því þarf í raun ekki að fara fram á það að stjórnarsáttmálanum verði breytt til að hugsanleg aðild að Evrópusambandinu, og evrunni, komist á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þessar róttæku breytingar er nægjanleg ástæða í sjálfu sér til að málið komist á dagskrá. Í þessu nýja Íslandi, sem talað er um í dag, þarf að bregðast við ástandinu með yfirvegun og umræðu. Fyrstu viðbrögð eru ekki endilega þau bestu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun