Katrín á sigurbraut 26. september 2008 01:15 Ljósmyndir Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari. Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari hefur verið tilnefnd til Deutsche Börse Photographic Prize fyrir sýningu sína Margsaga sem nú er uppi í Gallerí Ágúst á Baldursgötunni í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til samtímaljósmyndunar í Evrópu á síðastliðnu ári. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru listamennirnir Esko Männikkö, Rineke Dijkstra og Andreas Gursky. Tilnefning til verðlaunanna er í höndum alþjóðlegs faghóps. Dómnefnd velur fjóra úr hópi hinna tilnefndu og verður sýning með verkum þeirra sett upp í hinu virta Photographers' Gallery í London á næsta ári. Fyrstu verðlaun nema rúmlega fimm milljónum íslenskra króna en það mun vera með hæstu verðlaunaupphæðum í listheiminum. Um þessar mundir eru tvær sýningar í Reykjavík á ljósmyndaverkum Katrínar sem er einn af eftirtektarverðustu ljósmyndurum okkar en hún sýnir líka ljósmyndir sínar af flóttamönnum á Íslandi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í tilefni af tilnefningu Katrínar mun sýningin Margsaga verða framlengd til 14. október. Gallerí Ágúst er opið miðvikudaga til laugardaga kl. 12-17, en sýning þeirra Sigrúnar Sigurðardóttur, Heima - heiman í Ljósmyndasafninu er opin til 23. nóvember og er opin frá 12-19 virka daga, en frá 13-17 um helgar. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari hefur verið tilnefnd til Deutsche Börse Photographic Prize fyrir sýningu sína Margsaga sem nú er uppi í Gallerí Ágúst á Baldursgötunni í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til samtímaljósmyndunar í Evrópu á síðastliðnu ári. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin eru listamennirnir Esko Männikkö, Rineke Dijkstra og Andreas Gursky. Tilnefning til verðlaunanna er í höndum alþjóðlegs faghóps. Dómnefnd velur fjóra úr hópi hinna tilnefndu og verður sýning með verkum þeirra sett upp í hinu virta Photographers' Gallery í London á næsta ári. Fyrstu verðlaun nema rúmlega fimm milljónum íslenskra króna en það mun vera með hæstu verðlaunaupphæðum í listheiminum. Um þessar mundir eru tvær sýningar í Reykjavík á ljósmyndaverkum Katrínar sem er einn af eftirtektarverðustu ljósmyndurum okkar en hún sýnir líka ljósmyndir sínar af flóttamönnum á Íslandi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í tilefni af tilnefningu Katrínar mun sýningin Margsaga verða framlengd til 14. október. Gallerí Ágúst er opið miðvikudaga til laugardaga kl. 12-17, en sýning þeirra Sigrúnar Sigurðardóttur, Heima - heiman í Ljósmyndasafninu er opin til 23. nóvember og er opin frá 12-19 virka daga, en frá 13-17 um helgar.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira