Sterkir leiðtogar og breyskir menn Björgvin Guðmundsson skrifar 5. maí 2008 06:00 Það eru nokkur tíðindi í breskum stjórnmálum að íhaldsmaðurinn Boris Johnson verður næsti borgarstjóri Lundúnaborgar um leið og flokkurinn kemst til valda í tólf nýjum sveitarfélögum víðsvegar um England og Wales. Í fyrsta lagi á Boris Johnson litríkan feril að baki og hefur oft vakið athygli fyrir skrautlegt líferni og djarfar yfirlýsingar. Það gefur til kynna að kjósendur vilja ekki alltaf sjá stjórnmálamenn í fararbroddi sem hafa flekklausan feril, eins og rík krafa virðist um til dæmis í Bandaríkjunum. Kjósendur eiga að geta endurspeglað sig í stjórnmálamönnum, sem eru breyskir eins og aðrir menn. Þeir gera mistök, misnota vímuefni og eiga misheppnuð hjónabönd að baki. En þeir þurfa ekki að vera óheiðarlegir stjórnmálamenn fyrir vikið. Umburðarlyndi kjósenda er meira en margir ætla í fyrstu. Í öðru lagi gefa niðurstöður kosninganna til kynna að yfirburðir Verkamannaflokksins í breskum stjórnmálum eru loksins að dvína. Það er algengt að kjósendur noti tækifærið milli þingkosninga til að lýsa yfir vonbrigðum með ríkjandi ríkisstjórn. Mannfólkið sækist líka eftir ákveðnu valdajafnvægi. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, lýsir þessu þannig að í Fréttablaðinu í gær. „Verkamannaflokkurinn hefur átt í vissum innanflokksdeilum undanfarið og hefur því fallið í vinsældum. Á sama tíma hefur íhaldsflokknum tekist að færa sig nær miðjunni og auka vinsældir sínar undir stjórn Davids Camerson. Það er því óhætt að segja að staða forsætisráðherrans Gordons Browns sé ekki sterk í augnablikinu..." Íhaldsflokkurinn er því að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa átt erfitt með að fóta sig eftir langa sigurgöngu undir forystu Margrétar Thatcher, sem var forsætisráðherra Breta frá 1979 til 1990. Nú lítur út fyrir að Verkamannaflokkurinn muni eiga í svipuðum erfiðleikum að ná hylli kjósenda eftir farsælan feril Tonys Blair í Downingsstræti 10. Þótt ferill þessara stjórnmálamenna sé glæsilegur féll skuggi á störf þeirra undir það síðasta. Í fljótu bragði virðist það hafa einkennt starfslok fleiri sterka leiðtoga víðs vegar í hinum Vestræna heimi. Það má til dæmis sjá samsvörun þegar ferill Davíðs Oddssonar er skoðaður. Fáir vilja snúa af þeim vegi sem hann mótaði á sínum pólitíska ferli sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Þó einhverjir gagnrýndu hann harðlega undir það síðasta skiptir stóra myndin máli eins og í tilfelli Thatcher og Blair. Stjórnmál snúast að miklu leyti um sterka foringja sem taka réttar ákvarðanir á erfiðum tímum. Slíkir tímar blasa við hér heima og erlendis næstu misserin. Því er tækifæri fyrir nýtt fólk að hasla sér völl í stjórnmálum hér heima eins og í Bretlandi. Kynslóðaskipti í flokksforystu flokkanna á Alþingi eru í sjónmáli á næstu árum. Og það er pláss fyrir fólk sem djarfar skoðanir og er tilbúið að tala fyrir breytingum á grundvelli hugmyndafræðinnar. Því mun draga til tíðinda í íslenskum stjórnmálum eins og þeim bresku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Það eru nokkur tíðindi í breskum stjórnmálum að íhaldsmaðurinn Boris Johnson verður næsti borgarstjóri Lundúnaborgar um leið og flokkurinn kemst til valda í tólf nýjum sveitarfélögum víðsvegar um England og Wales. Í fyrsta lagi á Boris Johnson litríkan feril að baki og hefur oft vakið athygli fyrir skrautlegt líferni og djarfar yfirlýsingar. Það gefur til kynna að kjósendur vilja ekki alltaf sjá stjórnmálamenn í fararbroddi sem hafa flekklausan feril, eins og rík krafa virðist um til dæmis í Bandaríkjunum. Kjósendur eiga að geta endurspeglað sig í stjórnmálamönnum, sem eru breyskir eins og aðrir menn. Þeir gera mistök, misnota vímuefni og eiga misheppnuð hjónabönd að baki. En þeir þurfa ekki að vera óheiðarlegir stjórnmálamenn fyrir vikið. Umburðarlyndi kjósenda er meira en margir ætla í fyrstu. Í öðru lagi gefa niðurstöður kosninganna til kynna að yfirburðir Verkamannaflokksins í breskum stjórnmálum eru loksins að dvína. Það er algengt að kjósendur noti tækifærið milli þingkosninga til að lýsa yfir vonbrigðum með ríkjandi ríkisstjórn. Mannfólkið sækist líka eftir ákveðnu valdajafnvægi. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, lýsir þessu þannig að í Fréttablaðinu í gær. „Verkamannaflokkurinn hefur átt í vissum innanflokksdeilum undanfarið og hefur því fallið í vinsældum. Á sama tíma hefur íhaldsflokknum tekist að færa sig nær miðjunni og auka vinsældir sínar undir stjórn Davids Camerson. Það er því óhætt að segja að staða forsætisráðherrans Gordons Browns sé ekki sterk í augnablikinu..." Íhaldsflokkurinn er því að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa átt erfitt með að fóta sig eftir langa sigurgöngu undir forystu Margrétar Thatcher, sem var forsætisráðherra Breta frá 1979 til 1990. Nú lítur út fyrir að Verkamannaflokkurinn muni eiga í svipuðum erfiðleikum að ná hylli kjósenda eftir farsælan feril Tonys Blair í Downingsstræti 10. Þótt ferill þessara stjórnmálamenna sé glæsilegur féll skuggi á störf þeirra undir það síðasta. Í fljótu bragði virðist það hafa einkennt starfslok fleiri sterka leiðtoga víðs vegar í hinum Vestræna heimi. Það má til dæmis sjá samsvörun þegar ferill Davíðs Oddssonar er skoðaður. Fáir vilja snúa af þeim vegi sem hann mótaði á sínum pólitíska ferli sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Þó einhverjir gagnrýndu hann harðlega undir það síðasta skiptir stóra myndin máli eins og í tilfelli Thatcher og Blair. Stjórnmál snúast að miklu leyti um sterka foringja sem taka réttar ákvarðanir á erfiðum tímum. Slíkir tímar blasa við hér heima og erlendis næstu misserin. Því er tækifæri fyrir nýtt fólk að hasla sér völl í stjórnmálum hér heima eins og í Bretlandi. Kynslóðaskipti í flokksforystu flokkanna á Alþingi eru í sjónmáli á næstu árum. Og það er pláss fyrir fólk sem djarfar skoðanir og er tilbúið að tala fyrir breytingum á grundvelli hugmyndafræðinnar. Því mun draga til tíðinda í íslenskum stjórnmálum eins og þeim bresku.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun