Sport

Þrjú Íslandsmet féllu í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson bætti tvö Íslandsmet í dag.
Jakob Jóhann Sveinsson bætti tvö Íslandsmet í dag.

Jakob Jóhann Sveinsson úr sundfélaginu Ægi bætti í dag tvö Íslandsmet er þriðji keppnisdagur Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug fór fram í Laugardalslauginni í dag.

Jakob Jóhann byrjaði á því að bæta Íslandsmet sitt í 50 metra bringusundi í undanrásum í 100 metra bringusundi. Hann synti á 28,09 sekúndum og bætti þar með metið um þrettán hundraðshluta úr sekúndu.

Jakob Jóhann bætti svo metið í 100 m bringusundi í sjálfu úrslitasundinu. Þá synti hann á 1:00,18 mínútum og bætti eigið með um þriðjung úr sekúndu.

Þá bætti Sundfélagið Ægir Íslandsmetið í 4x50 m fjórsundi/boðsundi kvenna. Sveitin synti á tímanum 1:58,22 mínútur og bætti eigið met um 0,77 sekúndur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×