Illu heilli virðist nú finnska leiðin fetuð Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. nóvember 2008 00:01 Nýjustu fregnir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum herma að formlegt erindi Íslands þar sem grein er gerð fyrir efnahagsráðstöfunum vegna láns sjóðsins til landsins hafi enn ekki borist stjórn sjóðsins. Geir H. Haarde forsætisráðherra segist ekki vita hvernig á þessu kunni að standa, bréfið hafi verið sent sjóðnum þriðja þessa mánaðar. Þriðja nóvember voru hins vegar liðnir heilir tíu dagar frá því að samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (svokallað letter of intent) var kynnt á blaðamannafundum bæði ríkisstjórnar og sjóðsins í Reykjavík. Á fundinum 24. október var látið að því liggja að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndi fjalla um samninginn og lán til landsins að viku til tíu dögum liðnum. Hvern hefði getað grunað að eftir þá tíu daga væri fyrst verið að koma bréfinu í póst? „Það hlýtur að vera eitthvert innanhússkerfi hjá þeim sem stjórnar því hvað plögg ganga hratt til stjórnarinnar," segir forsætisráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær og bætir því við að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé stór og þunglamaleg stofnun. Letileg vinnubrögð virðast hins vegar víðar viðhöfð fyrst ekki tókst einu sinni að koma erindinu af stað héðan fyrr en eftir rúma viku frá því að það hafði verið dregið upp í öllum 30 liðum. Sá grunur vaknar að hér feti stjórnvöld sömu slóð og Finnar gerðu í hruni efnahagslífsins þar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Finnar létu nefnilega reka á reiðanum í ein tvö ár. Í erindi sem Jaakko Kiander, forstöðumaður rannsóknarstofnunar í vinnumarkaðshagfræði við Helsinki-háskóla, hélt við Háskóla Íslands fyrir helgi kom fram að í fyrstu hafi aðgerðir Finna nefnilega hvorki verið samræmdar né úthugsaðar og mörg alvarleg mistök gerð. Þannig hafi atvinnuleysi „verið leyft" að fara úr böndunum áður en gripið var til aðgerða og alvarleg mistök verið gerð þegar látið var hjá líða að aðstoða skuldsettar fjölskyldur. „Frekar en að láta fólk missa heimili sín í nauðungarsölum, sem leiddi til stórra útlánatapa hjá bönkunum, sem síðan varð að aðstoða með almannafé, hefði verið betra ef ríkið hefði hjálpað fólki og fyrirtækjum með skuldbreytingum lána. Þess í stað horfði það aðgerðalaust á fjöldagjaldþrot sem leiddu til meira atvinnuleysis," sagði Jaakko Kiander. Finnar þurftu að ganga í gegnum ómældar hörmungar áður en þeir náðu áttum, en árið 1992 sóttu þeir um aðild að Evrópusambandinu og gripu til uppbyggingar sem komið hefur þeim í fremstu röð meðal þjóða heimsins. Samt glíma Finnar enn við vandamál sem rekja má til efnahagsþrenginganna þar. Finnski sérfræðingurinn sem okkur sótti heim bendir hins vegar á að vandamál Íslendinga séu mun alvarlegri en Finna vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar og því verði þrautin þyngri að fjármagna hér nauðsynlegar aðgerðir. Því er deginum ljósara að ekki verður búið við þann doða og glundroða sem einkenna virðist stjórnunarhætti hér. Ef ekki tekst að fá menn til að draga hausinn upp úr sandinum þarf að kalla nýtt fólk til verka og það sem fyrst. Tímanum er þá betur varið í að kjósa upp á nýtt á næstu vikum fremur en að gera ekki neitt. Í kjölfarið væri þá kannski von til þess að hægt verði að koma Seðlabankanum í starfhæft ástand, en þar á bæ er alvarlegum ásökunum látið ósvarað, líkt og þeim sem fram komu í viðtali við fyrrum stjórnarformann Kaupþings um helgina, sem og eðlilegum fyrirspurnum fjölmiðla um hvort farið hafi verið að lögum um bankann í síðustu vaxtaákvörðunum. Sömuleiðis er með ólíkindum að blásinn hafi verið af hefðbundinn fundur með blaðamönnum þegar kynnt voru Peningamál og óbreyttir vextir Seðlabankans síðasta fimmtudag. Við hvað eru menn hræddir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Nýjustu fregnir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum herma að formlegt erindi Íslands þar sem grein er gerð fyrir efnahagsráðstöfunum vegna láns sjóðsins til landsins hafi enn ekki borist stjórn sjóðsins. Geir H. Haarde forsætisráðherra segist ekki vita hvernig á þessu kunni að standa, bréfið hafi verið sent sjóðnum þriðja þessa mánaðar. Þriðja nóvember voru hins vegar liðnir heilir tíu dagar frá því að samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (svokallað letter of intent) var kynnt á blaðamannafundum bæði ríkisstjórnar og sjóðsins í Reykjavík. Á fundinum 24. október var látið að því liggja að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndi fjalla um samninginn og lán til landsins að viku til tíu dögum liðnum. Hvern hefði getað grunað að eftir þá tíu daga væri fyrst verið að koma bréfinu í póst? „Það hlýtur að vera eitthvert innanhússkerfi hjá þeim sem stjórnar því hvað plögg ganga hratt til stjórnarinnar," segir forsætisráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær og bætir því við að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé stór og þunglamaleg stofnun. Letileg vinnubrögð virðast hins vegar víðar viðhöfð fyrst ekki tókst einu sinni að koma erindinu af stað héðan fyrr en eftir rúma viku frá því að það hafði verið dregið upp í öllum 30 liðum. Sá grunur vaknar að hér feti stjórnvöld sömu slóð og Finnar gerðu í hruni efnahagslífsins þar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Finnar létu nefnilega reka á reiðanum í ein tvö ár. Í erindi sem Jaakko Kiander, forstöðumaður rannsóknarstofnunar í vinnumarkaðshagfræði við Helsinki-háskóla, hélt við Háskóla Íslands fyrir helgi kom fram að í fyrstu hafi aðgerðir Finna nefnilega hvorki verið samræmdar né úthugsaðar og mörg alvarleg mistök gerð. Þannig hafi atvinnuleysi „verið leyft" að fara úr böndunum áður en gripið var til aðgerða og alvarleg mistök verið gerð þegar látið var hjá líða að aðstoða skuldsettar fjölskyldur. „Frekar en að láta fólk missa heimili sín í nauðungarsölum, sem leiddi til stórra útlánatapa hjá bönkunum, sem síðan varð að aðstoða með almannafé, hefði verið betra ef ríkið hefði hjálpað fólki og fyrirtækjum með skuldbreytingum lána. Þess í stað horfði það aðgerðalaust á fjöldagjaldþrot sem leiddu til meira atvinnuleysis," sagði Jaakko Kiander. Finnar þurftu að ganga í gegnum ómældar hörmungar áður en þeir náðu áttum, en árið 1992 sóttu þeir um aðild að Evrópusambandinu og gripu til uppbyggingar sem komið hefur þeim í fremstu röð meðal þjóða heimsins. Samt glíma Finnar enn við vandamál sem rekja má til efnahagsþrenginganna þar. Finnski sérfræðingurinn sem okkur sótti heim bendir hins vegar á að vandamál Íslendinga séu mun alvarlegri en Finna vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar og því verði þrautin þyngri að fjármagna hér nauðsynlegar aðgerðir. Því er deginum ljósara að ekki verður búið við þann doða og glundroða sem einkenna virðist stjórnunarhætti hér. Ef ekki tekst að fá menn til að draga hausinn upp úr sandinum þarf að kalla nýtt fólk til verka og það sem fyrst. Tímanum er þá betur varið í að kjósa upp á nýtt á næstu vikum fremur en að gera ekki neitt. Í kjölfarið væri þá kannski von til þess að hægt verði að koma Seðlabankanum í starfhæft ástand, en þar á bæ er alvarlegum ásökunum látið ósvarað, líkt og þeim sem fram komu í viðtali við fyrrum stjórnarformann Kaupþings um helgina, sem og eðlilegum fyrirspurnum fjölmiðla um hvort farið hafi verið að lögum um bankann í síðustu vaxtaákvörðunum. Sömuleiðis er með ólíkindum að blásinn hafi verið af hefðbundinn fundur með blaðamönnum þegar kynnt voru Peningamál og óbreyttir vextir Seðlabankans síðasta fimmtudag. Við hvað eru menn hræddir?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun