Sjávarfangið hverfur úr Kauphöllinni 16. apríl 2008 00:01 Frá verksmiðju Pickenpack, dótturfélags Icelandic Group í Þýskalandi. Icelandic Group skrifaði undir viljayfirlýsingu um sölu á móðurfélagi Pickenpack í fyrrahaust til að bæta stöðuna. Þremur mánuðum síðar var hún dregin til baka. Icelandic Group stendur frammi fyrir því að taka skrefið inn í nýja framtíð – en þó ekki með öllu ókunna – á næsta aðalfundi þess á föstudag. Tillögur sem lagðar verða fram á fundinum marka stór spor í sögu félagsins og hlutabréfamarkaðar hér á margan hátt. Fyrir fundinum liggur tillaga þess efnis að stjórn Icelandic Group fái heimild til að afskrá félagið. Skrefið markar ákveðin tímamót fyrir Icelandic Group, sem um áratugaskeið hefur sinnt grunnatvinnuvegi þjóðarinnar, útflutningi og sölu á ferskum og frystum fiski til erlendra markaða. En það eru fleiri tímamót á dagskrá hjá Icelandic Group. Áratugur er síðan það sleit eignabönd við hraðfrystihúsin og lagði að bryggju sem skráð félag í Kauphöllina. Afraksturinn í landvistinni hefur hins vegar verið lítill síðustu ár og eftir litlu að slægjast nema ef vera skyldi fjármagni til vaxtar. Allt bendir til að Icelandic Group muni setja á haf út á ný sem óskráð félag með tiltölulega nýráðinn forstjóra við stýrið og splunkunýja stjórn sem sest sjálfkjörin við hlið hans eftir aðalfundinn.Útrás í áratugiIcelandic Group er í grunninn eitt af elstu fyrirtækjum landsins, stofnað fyrir heilum 66 árum – árið 1942 – undir nafni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH). Fyrstu áratugina seldi það afurðir íslenskra hraðfrystihúsa á erlendum mörkuðum og leitaði uppi nýja markaði fyrir ferskan frystan fisk, sem á þeim tíma þótti nýlunda. Þá sá félagið hraðfrystihúsunum fyrir nauðsynjum erlendis auk þess að gera tilraunir með nýjar framleiðsluaðferðir í hraðfrystihúsunum.Hraðfrystistöðvarnar íslensku áttu félagið í upphafi og ráku það í sameiningu. Árið 1996 var hins vegar stigið stórt skref inn í framtíðina. Þá var Sölumiðstöðinni breytt í hlutafélag og stefnan sett á skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Það gekk eftir tveimur árum síðar. SH hélt úti viðamikilli starfsemi erlendis frá fyrstu árum. Útrásin hófst með stofnun söluskrifstofu í New York í Bandaríkjunum þremur árum eftir upphaf SH. Starfsemi Icelandic Group vestanhafs hefur stækkað talsvert síðan þá, ekki síst eftir sameiningu þess við Samband of Iceland fyrir þremur árum og Sjóvík.Áratug eftir landnámið í Vesturheimi færði SH sig yfir til meginlands Evrópu, nánar tiltekið til Bretlands. Þar keypti félagið keðju fisksteiningarbúða áður en það færði sig yfir í framleiðslu á smásölupakkningum og matvælum sem skilar alla jafna meiri framlegð en sölustarfsemin. Icelandic framleiðir nú frystar og kældar matvörur beggja vegna Ermarsundsins sem og í mörgum Asíulöndum en sá markaður var meira og minna undir Sjóvík, sem sameinaðist Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna undir alþjóðlegum merkjum Icelandic Group fyrir þremur árum.Afurðirnar eru framleiddar fyrir ákveðin fyrirtæki, veitingamarkað og verslanir og fást í nokkrum af stærstu verslunum heims, svo sem í Tesco, stærstu verslanakeðju Bretlandseyja, Carrefour, stærstu verslanakeðju Frakklands, og fleiri risabúðum. Allar eiga verslanirnar það sammerkt að hafa starfsemi víða í Evrópu og á mörkuðum í Asíu, svo sem í Kína og á öðrum nýmörkuðum.þungur reksturVöxtur Icelandic Group var mikill með tilkomu nýrra fjárfesta eftir aldamótin. Fóru þeir mikinn í skuldsettum yfirtökum og stefnan sett hátt – líklega of hátt, líkt og einn heimildamanna Markaðarins komst að orði. Slíkt er vandmeðfarið en hefur – þvert á væntingar – orðið íþyngjandi. Erfiðara hefur reynst að samþætta rekstur ólíkra rekstrareininga en áætlað var undir fyrirtækjaneti Icelandic Group og ekki bætt úr skák að síðastliðin þrjú ár hafa verið ör skipti á forstjórum. Slíkt hefur haft talsverðan kostnað í för með sér auk þess sem nýir stjórnendur hafa misst sjónar á því sem áður var lagt upp með.Greinendur viðskiptabankanna hafa lengi bent á að félagið hafi misst tökin á stærðinni og þurfi að einbeita sér. Verstur var gangurinn í Bandaríkjunum og Frakklandi. Mikil og hörð endurskipulagning á rekstrinum hefur hins vegar átt sér stað innan veggja fyrirtækisins beggja vegna Atlantsála síðustu misserin. Það hefur hins vegar reynst erfitt ferli en komið vel á veg. Vænta má að gefið verði í endurskipulagningu í kjölfar afskráningar.Reksturinn hefur nú verið þungur og langt undir væntingum um skeið, ekki síst í Bandaríkjunum. Unnið hefur verið að frekari hagræðingu innan samstæðunnar, svo sem með sölu eigna – og tilraunum til þess – og fjárhagslegri endurskipulagningu. Það hefur hins vegar tekist illa og margt ekki gengið eftir líkt og menn lögðu upp með.Fyrir liggur á aðalfundinum á föstudag þrautalending, samþykki lántöku á víkjandi skuldabréfi til fjögurra ára upp á jafnvirði fimm milljarða króna en falla á móti frá hlutafjáraukningu félagsins. Vextir lánsins nema heilum 23 prósentum á ári og veitir það kröfuhafa rétt til að breyta því í hlutabréf á genginu 1,0 krónu á hlut.Ávöxtunarkrafan, sem jafnast á við yfirdráttarlán bankanna og hugnast fáum, þykir til marks um það hvert stærstu hluthafar Icelandic Group leiða félagið, ef marka má ummæli manna í kjölfar snarprar gengislækkunar þess síðustu vikur. Ekki liggur fyrir hverjir kaupa skuldabréfið en ætla má að það verði stærstu hluthafar. Þeir sem það gera munu standa í kjölfarið uppi með áttatíu prósent hlutafjár á meðan hlutir smærri hluthafa þynnast verulega.Tíð forstjóraskiptiErfiður rekstur Icelandic Group endurspeglast ekki síst í tíðum forstjóraskiptum í kjölfar breytinga á félaginu árið 2005. Aðrar breytingar innan dótturfélaga samstæðunnar hafa að sama skapi verið algengar samanborið við önnur félög á markaði. Fleiri hræringar eru í vændum, en algjör stjórnarskipti verða á aðalfundinum á morgun þegar sitjandi stjórn stendur upp eins og hún leggur sig. Ný tekur við eftir fundinn með rússneska kosningu upp á vasann og hafa einungis tveir núverandi stjórnarmanna gefið kost á sér í varastjórnina.Ef frá er skilinn Gunnar Svavarsson, sem stóð upp úr forstjórastólnum fyrir Þórólfi Árnasyni, þáverandi borgarstjóra, hafa þrír forstjórar setið við stýrið hjá Icelandic Group – flestir í skamman tíma – á jafn mörgum árum. Finnbogi A. Baldvinsson, núverandi forstjóri, tók við af Björgólfi Jóhannssyni, sem kvaddi sjávarfangið í desember í fyrra og tók við Icelandair. Til marks um erfiðleikana var Icelandic forstjóralaust fram til fyrstu daga í febrúar á þessu ári. Mál manna er að slíkt eigi sér vart hliðstæðu hjá almenningshlutafélagi.Finnbogi ætlaði sjálfur að kaupa Pickenpack-samstæðuna í Þýskalandi og Frakklandi undan Icelandic Group í fyrra. Viljayfirlýsing um það lá fyrir í september. Sléttum þremur mánuðum síðar rann salan út í sandinn.þröskuldar fjárfestaRekstrarfélög tengd sjávarútvegi og fiskvinnslu hafa ekki átt góðu gengi að fagna á íslenskum hlutabréfamarkaði og verður – þegar Icelandic Group hverfur á braut – aðeins eitt félag skráð á markað hjá fiskveiðiþjóðinni Íslandi sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á sjávarfangi.Í tilkynningu frá Icelandic Group í byrjun mánaðar þar sem afskráningin var tilkynnt eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir gjörningnum. Í fyrsta lagi sé hluthafahópurinn þröngur – félagið er að mestu í eigu sömu eða tengdra félaga líkt og sést á hluthafalistanum – og verðmyndum óskilvirk. Það eitt sé undir viðmiðunarmörkum Kauphallarinnar.Icelandic Group er langt í frá eitt á báti í þeim efnum. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa löngum kvartað yfir þeim pligtum sem á þau eru sett um eignarhald. Eignarhaldi erlendra fjárfesta eru settar skorður, sem beinlínis hindra aðkomu þeirra í íslenskt sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtæki. Ein þeirra leiða sem fyrirtækin hafa í gegnum tíðina farið í leit sinni að fjármagni til vaxtar er ýmist miklar lántökur eða skráning á hlutabréfamarkað. Ætla má að Icelandic Group hafi nýtt sér þann kost vel – jafnvel of vel.Til stóð að komast hjá þröskuldinum um erlent eignarhald þarsíðasta haust með skiptingu Icelandic Group í þrjár einingar; Íslands-, Ameríku- og Evrópuhluta, og skrá tvo síðarnefndu hlutana í erlendum kauphöllum. Með breytingunum var vonast til að áhugi erlendra fjárfesta glæddist á félaginu. Það gekk ekki eftir og litlar líkur eru á að Icelandic Group leggi að landi í nokkurri kauphöll á næstu árum. Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Icelandic Group stendur frammi fyrir því að taka skrefið inn í nýja framtíð – en þó ekki með öllu ókunna – á næsta aðalfundi þess á föstudag. Tillögur sem lagðar verða fram á fundinum marka stór spor í sögu félagsins og hlutabréfamarkaðar hér á margan hátt. Fyrir fundinum liggur tillaga þess efnis að stjórn Icelandic Group fái heimild til að afskrá félagið. Skrefið markar ákveðin tímamót fyrir Icelandic Group, sem um áratugaskeið hefur sinnt grunnatvinnuvegi þjóðarinnar, útflutningi og sölu á ferskum og frystum fiski til erlendra markaða. En það eru fleiri tímamót á dagskrá hjá Icelandic Group. Áratugur er síðan það sleit eignabönd við hraðfrystihúsin og lagði að bryggju sem skráð félag í Kauphöllina. Afraksturinn í landvistinni hefur hins vegar verið lítill síðustu ár og eftir litlu að slægjast nema ef vera skyldi fjármagni til vaxtar. Allt bendir til að Icelandic Group muni setja á haf út á ný sem óskráð félag með tiltölulega nýráðinn forstjóra við stýrið og splunkunýja stjórn sem sest sjálfkjörin við hlið hans eftir aðalfundinn.Útrás í áratugiIcelandic Group er í grunninn eitt af elstu fyrirtækjum landsins, stofnað fyrir heilum 66 árum – árið 1942 – undir nafni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH). Fyrstu áratugina seldi það afurðir íslenskra hraðfrystihúsa á erlendum mörkuðum og leitaði uppi nýja markaði fyrir ferskan frystan fisk, sem á þeim tíma þótti nýlunda. Þá sá félagið hraðfrystihúsunum fyrir nauðsynjum erlendis auk þess að gera tilraunir með nýjar framleiðsluaðferðir í hraðfrystihúsunum.Hraðfrystistöðvarnar íslensku áttu félagið í upphafi og ráku það í sameiningu. Árið 1996 var hins vegar stigið stórt skref inn í framtíðina. Þá var Sölumiðstöðinni breytt í hlutafélag og stefnan sett á skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Það gekk eftir tveimur árum síðar. SH hélt úti viðamikilli starfsemi erlendis frá fyrstu árum. Útrásin hófst með stofnun söluskrifstofu í New York í Bandaríkjunum þremur árum eftir upphaf SH. Starfsemi Icelandic Group vestanhafs hefur stækkað talsvert síðan þá, ekki síst eftir sameiningu þess við Samband of Iceland fyrir þremur árum og Sjóvík.Áratug eftir landnámið í Vesturheimi færði SH sig yfir til meginlands Evrópu, nánar tiltekið til Bretlands. Þar keypti félagið keðju fisksteiningarbúða áður en það færði sig yfir í framleiðslu á smásölupakkningum og matvælum sem skilar alla jafna meiri framlegð en sölustarfsemin. Icelandic framleiðir nú frystar og kældar matvörur beggja vegna Ermarsundsins sem og í mörgum Asíulöndum en sá markaður var meira og minna undir Sjóvík, sem sameinaðist Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna undir alþjóðlegum merkjum Icelandic Group fyrir þremur árum.Afurðirnar eru framleiddar fyrir ákveðin fyrirtæki, veitingamarkað og verslanir og fást í nokkrum af stærstu verslunum heims, svo sem í Tesco, stærstu verslanakeðju Bretlandseyja, Carrefour, stærstu verslanakeðju Frakklands, og fleiri risabúðum. Allar eiga verslanirnar það sammerkt að hafa starfsemi víða í Evrópu og á mörkuðum í Asíu, svo sem í Kína og á öðrum nýmörkuðum.þungur reksturVöxtur Icelandic Group var mikill með tilkomu nýrra fjárfesta eftir aldamótin. Fóru þeir mikinn í skuldsettum yfirtökum og stefnan sett hátt – líklega of hátt, líkt og einn heimildamanna Markaðarins komst að orði. Slíkt er vandmeðfarið en hefur – þvert á væntingar – orðið íþyngjandi. Erfiðara hefur reynst að samþætta rekstur ólíkra rekstrareininga en áætlað var undir fyrirtækjaneti Icelandic Group og ekki bætt úr skák að síðastliðin þrjú ár hafa verið ör skipti á forstjórum. Slíkt hefur haft talsverðan kostnað í för með sér auk þess sem nýir stjórnendur hafa misst sjónar á því sem áður var lagt upp með.Greinendur viðskiptabankanna hafa lengi bent á að félagið hafi misst tökin á stærðinni og þurfi að einbeita sér. Verstur var gangurinn í Bandaríkjunum og Frakklandi. Mikil og hörð endurskipulagning á rekstrinum hefur hins vegar átt sér stað innan veggja fyrirtækisins beggja vegna Atlantsála síðustu misserin. Það hefur hins vegar reynst erfitt ferli en komið vel á veg. Vænta má að gefið verði í endurskipulagningu í kjölfar afskráningar.Reksturinn hefur nú verið þungur og langt undir væntingum um skeið, ekki síst í Bandaríkjunum. Unnið hefur verið að frekari hagræðingu innan samstæðunnar, svo sem með sölu eigna – og tilraunum til þess – og fjárhagslegri endurskipulagningu. Það hefur hins vegar tekist illa og margt ekki gengið eftir líkt og menn lögðu upp með.Fyrir liggur á aðalfundinum á föstudag þrautalending, samþykki lántöku á víkjandi skuldabréfi til fjögurra ára upp á jafnvirði fimm milljarða króna en falla á móti frá hlutafjáraukningu félagsins. Vextir lánsins nema heilum 23 prósentum á ári og veitir það kröfuhafa rétt til að breyta því í hlutabréf á genginu 1,0 krónu á hlut.Ávöxtunarkrafan, sem jafnast á við yfirdráttarlán bankanna og hugnast fáum, þykir til marks um það hvert stærstu hluthafar Icelandic Group leiða félagið, ef marka má ummæli manna í kjölfar snarprar gengislækkunar þess síðustu vikur. Ekki liggur fyrir hverjir kaupa skuldabréfið en ætla má að það verði stærstu hluthafar. Þeir sem það gera munu standa í kjölfarið uppi með áttatíu prósent hlutafjár á meðan hlutir smærri hluthafa þynnast verulega.Tíð forstjóraskiptiErfiður rekstur Icelandic Group endurspeglast ekki síst í tíðum forstjóraskiptum í kjölfar breytinga á félaginu árið 2005. Aðrar breytingar innan dótturfélaga samstæðunnar hafa að sama skapi verið algengar samanborið við önnur félög á markaði. Fleiri hræringar eru í vændum, en algjör stjórnarskipti verða á aðalfundinum á morgun þegar sitjandi stjórn stendur upp eins og hún leggur sig. Ný tekur við eftir fundinn með rússneska kosningu upp á vasann og hafa einungis tveir núverandi stjórnarmanna gefið kost á sér í varastjórnina.Ef frá er skilinn Gunnar Svavarsson, sem stóð upp úr forstjórastólnum fyrir Þórólfi Árnasyni, þáverandi borgarstjóra, hafa þrír forstjórar setið við stýrið hjá Icelandic Group – flestir í skamman tíma – á jafn mörgum árum. Finnbogi A. Baldvinsson, núverandi forstjóri, tók við af Björgólfi Jóhannssyni, sem kvaddi sjávarfangið í desember í fyrra og tók við Icelandair. Til marks um erfiðleikana var Icelandic forstjóralaust fram til fyrstu daga í febrúar á þessu ári. Mál manna er að slíkt eigi sér vart hliðstæðu hjá almenningshlutafélagi.Finnbogi ætlaði sjálfur að kaupa Pickenpack-samstæðuna í Þýskalandi og Frakklandi undan Icelandic Group í fyrra. Viljayfirlýsing um það lá fyrir í september. Sléttum þremur mánuðum síðar rann salan út í sandinn.þröskuldar fjárfestaRekstrarfélög tengd sjávarútvegi og fiskvinnslu hafa ekki átt góðu gengi að fagna á íslenskum hlutabréfamarkaði og verður – þegar Icelandic Group hverfur á braut – aðeins eitt félag skráð á markað hjá fiskveiðiþjóðinni Íslandi sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á sjávarfangi.Í tilkynningu frá Icelandic Group í byrjun mánaðar þar sem afskráningin var tilkynnt eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir gjörningnum. Í fyrsta lagi sé hluthafahópurinn þröngur – félagið er að mestu í eigu sömu eða tengdra félaga líkt og sést á hluthafalistanum – og verðmyndum óskilvirk. Það eitt sé undir viðmiðunarmörkum Kauphallarinnar.Icelandic Group er langt í frá eitt á báti í þeim efnum. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa löngum kvartað yfir þeim pligtum sem á þau eru sett um eignarhald. Eignarhaldi erlendra fjárfesta eru settar skorður, sem beinlínis hindra aðkomu þeirra í íslenskt sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtæki. Ein þeirra leiða sem fyrirtækin hafa í gegnum tíðina farið í leit sinni að fjármagni til vaxtar er ýmist miklar lántökur eða skráning á hlutabréfamarkað. Ætla má að Icelandic Group hafi nýtt sér þann kost vel – jafnvel of vel.Til stóð að komast hjá þröskuldinum um erlent eignarhald þarsíðasta haust með skiptingu Icelandic Group í þrjár einingar; Íslands-, Ameríku- og Evrópuhluta, og skrá tvo síðarnefndu hlutana í erlendum kauphöllum. Með breytingunum var vonast til að áhugi erlendra fjárfesta glæddist á félaginu. Það gekk ekki eftir og litlar líkur eru á að Icelandic Group leggi að landi í nokkurri kauphöll á næstu árum.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira