Hörðustu andstæðingar ESB ættu að styðja aðildarviðræður 22. apríl 2009 11:11 „Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við." Kosningar 2009 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Sjá meira
„Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við."
Kosningar 2009 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent