Vilja 25 manna nefnd til að fjalla um heildarendurskoðun stjórnarskrár 16. apríl 2009 17:03 Enn hefur stjórnarskrármálið ekki verið afgreitt frá Alþingi. Mynd/ Pjetur. Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi kjósi hlutfallskosningu 25 manna nefnd til að undirbúa tillögur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur þeirrar nefndar liggi fyrir innan tveggja ára. Sjálfstæðismenn kynntu hugmynd að þingsályktunartillögu þessa efnis á fundi sérnefndarinnar í dag. Telja sjálfstæðismenn að með þeim hætti sé unnt að standa á vandaðan hátt að þessu mikilvæga verkefni og leggja um leið áherslu að að það ferli verði opið og lýðræðislegt. Þá kynntu sjálfstæðismenn tvær hugmyndir um breytingar að stjórnskipunarfrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu til að skapa forsendur fyrir samkomulagi. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingu á 1. grein frumvarpsins þannig að ekki verði notað hugtakið þjóðareign, sem þeim þykir óljóst og líklegt til að valda túlkunarvanda. Leggja sjálfstæðismenn til að í staðinn komi ákvæði um að íslenska ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hafi eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir megi hvorki selja né láta varanlega af hendi. Hins vegar er um að ræða breytingu á 79. grein stjórnarskrárinnar, en þar er fjallað um aðferðina við að breyta stjórnarskrá. Segja sjálfstæðismenn að sú tillaga sem þeir kynntu í nefndinni sem umræðugrundvöll sé orðrétt sú tillaga, sem stjórnarskrárnefnd skipuð fulltrúum allra flokka skilaði af sér í febrúar 2007. Sérnefnd um stjórnarskrárbreytingar fundaði um málið í dag. Frumvarpið er enn til annarrar umræðu í þinginu en var kallað til nefndar í fyrrinótt án þess að umræðu væri lokið. Sérnefndin lauk umfjöllun um málið í dag án niðurstöðu. Kosningar 2009 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja að Alþingi kjósi hlutfallskosningu 25 manna nefnd til að undirbúa tillögur að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Gert er ráð fyrir að tillögur þeirrar nefndar liggi fyrir innan tveggja ára. Sjálfstæðismenn kynntu hugmynd að þingsályktunartillögu þessa efnis á fundi sérnefndarinnar í dag. Telja sjálfstæðismenn að með þeim hætti sé unnt að standa á vandaðan hátt að þessu mikilvæga verkefni og leggja um leið áherslu að að það ferli verði opið og lýðræðislegt. Þá kynntu sjálfstæðismenn tvær hugmyndir um breytingar að stjórnskipunarfrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu til að skapa forsendur fyrir samkomulagi. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingu á 1. grein frumvarpsins þannig að ekki verði notað hugtakið þjóðareign, sem þeim þykir óljóst og líklegt til að valda túlkunarvanda. Leggja sjálfstæðismenn til að í staðinn komi ákvæði um að íslenska ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hafi eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir megi hvorki selja né láta varanlega af hendi. Hins vegar er um að ræða breytingu á 79. grein stjórnarskrárinnar, en þar er fjallað um aðferðina við að breyta stjórnarskrá. Segja sjálfstæðismenn að sú tillaga sem þeir kynntu í nefndinni sem umræðugrundvöll sé orðrétt sú tillaga, sem stjórnarskrárnefnd skipuð fulltrúum allra flokka skilaði af sér í febrúar 2007. Sérnefnd um stjórnarskrárbreytingar fundaði um málið í dag. Frumvarpið er enn til annarrar umræðu í þinginu en var kallað til nefndar í fyrrinótt án þess að umræðu væri lokið. Sérnefndin lauk umfjöllun um málið í dag án niðurstöðu.
Kosningar 2009 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira