Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni Breki Logason skrifar 20. apríl 2009 14:36 Frá landsfundi Samfylkingarinnar 2007. „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins. Kosningar 2009 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins.
Kosningar 2009 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira