Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði 21. apríl 2009 10:47 Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. Að auki sagði Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður Árna Páls, á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær að að hann útilokaði samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu. Gallar við tvöföldu leiðina „Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín. Þá sagði hún að engan geta sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Ákvörðun varðandi Evrópumál megi ekki taka í asa. „Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín. Hvernig á að bjarga Íslandi í kvöld Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 alla vikuna. Þar munu Heimir Már Pétursson og Sólveig Bergmann krefja frambjóðendur allra framboðanna svara um hin ýmsu mál. Í kvöld verða fulltrúa þeirra spurðir hvernig flokkarnir ætli að brúa 150 milljarða fjárlagahalla. Hægt er að horfa á þáttinn frá því í gær hér. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. Að auki sagði Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður Árna Páls, á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær að að hann útilokaði samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu. Gallar við tvöföldu leiðina „Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín. Þá sagði hún að engan geta sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Ákvörðun varðandi Evrópumál megi ekki taka í asa. „Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín. Hvernig á að bjarga Íslandi í kvöld Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 alla vikuna. Þar munu Heimir Már Pétursson og Sólveig Bergmann krefja frambjóðendur allra framboðanna svara um hin ýmsu mál. Í kvöld verða fulltrúa þeirra spurðir hvernig flokkarnir ætli að brúa 150 milljarða fjárlagahalla. Hægt er að horfa á þáttinn frá því í gær hér.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29
Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42
Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40