Pólitískar auglýsingar óháðra hópa áberandi 20. apríl 2009 06:00 Óprúttnir aðilar höfðu í gær sett svört strik yfir munn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á auglýsingum á strætisvagnaskýlum. Aðrir fara kostnaðarsamari leið við að koma skilaboðum sínum á framfæri og kaupa auglýsingar í fjölmiðlum eða setja upp vefsíður.Fréttablaðið/Valli Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira